Josep Bartomeu, forseti Barcelona, á von á því að félagið geri Lionel Messi að launahæsta leikmanni heims í náinni framtíð.
Brasilíumaðurinn Neymar gekk til liðs við Börsunga í sumar og er þegar orðinn launahærri en margir af núverandi leikmönnum liðsins.
Bartomeu var spurður um samningaviðræður félagsins við Messi en hann vildi ekki tengja þetta tvennt saman.
„Endurnýjun samningsins við Messi hefur ekkert með þetta að gera. Hann er besti leikmaður heimsins og við viljum að hann verði launahæsti leikmaður heimsins,“ sagði Bartomeu.
„Við munum koma okkur í samband við umboðsmann hans innan skamms og ganga í málið.“

