Messi með sögulega þrennu í sjö marka leik á Bernabéu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 23. mars 2014 00:01 Messi fagnaði en Ronaldo var svekktur. Vísir/Getty Barcelona hélt titilvonum sínum á lífi með því að leggja Real Madrid 4-3 á Santiago Beranbéu í Madrid í kvöld í stórkostlegum fótboltaleik. Lionel Messi undirstrikaði að hann er kominn í sitt besta form með þrennu í leiknum. Þessi leikur var taumlaus skemmtun stútfullur af glæsilegum tilþrifum. Andres Iniesta skoraði strax á 7. mínútu eftir sendingu Lionel Messi. Fast skot í slána og inn af stuttu færi.Karim Benzema jafnaði metin úr öðru færi sínu í leiknum á 20. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ángel di María í netið af stuttu færi. Victor Valdes hafði hönd á bolta en skallinn var of fastur og af of stuttu færi til að hann næði að verja skallann. Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Benzema aftur og aftur eftir sendingu frá di María en Benzema hefði getað skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þremur mínútum fyrir hálfleik jafnaði Messi metin eftir laglegan samleik við Neymar og létu liðin það duga í fyrri hálfleik. Veislan hélt áfram í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo fiskaði vítaspyrnu og skoraði sjálfur úr henni á 55. mínútu. Forysta Real Madrid hélt þó ekki í nema 10 mínútur. Þá skoraði Messi, einnig úr vítaspyrnu, eftir að Neymar fór niður og Sergio Ramos var rekinn af leikvelli fyrir brotið. Barcelona þurfti nauðsynlega á sigri að halda, verandi fjórum stigum á eftir Real Madrid þegar flautað var til leiks, og sótti liðið án afláts það sem eftir lifði leiks. Þegar sex mínútur voru til leiksloka skilaði pressan sér í annarri vítaspyrnu fyrir Barcelona. Xabi Alonso felldi Iniesta og Messi fullkomnaði þrennuna úr vítaspyrnu. Önnur þrennan sem Messi skorar gegn Real Madrid og fyrsta þrennan sem leikmaður Barcelona skorar á Santiago Bernabéu. Real Madrid hafði fyrir leikinn leikið 31 leik án taps í öllum keppnum en liðið hafði ekki tapað síðan liðið tapaði 2-1 í fyrri leik liðanna á Nou Camp 26. október. Staðan á toppi deildarinnar er nánast eins jöfn og hugsast getur. Real Madrid og Atletico Madrid eru efst með 70 stig. Barcelona er stigi á eftir þegar níu umferðir eru eftir af deildinni. Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira
Barcelona hélt titilvonum sínum á lífi með því að leggja Real Madrid 4-3 á Santiago Beranbéu í Madrid í kvöld í stórkostlegum fótboltaleik. Lionel Messi undirstrikaði að hann er kominn í sitt besta form með þrennu í leiknum. Þessi leikur var taumlaus skemmtun stútfullur af glæsilegum tilþrifum. Andres Iniesta skoraði strax á 7. mínútu eftir sendingu Lionel Messi. Fast skot í slána og inn af stuttu færi.Karim Benzema jafnaði metin úr öðru færi sínu í leiknum á 20. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ángel di María í netið af stuttu færi. Victor Valdes hafði hönd á bolta en skallinn var of fastur og af of stuttu færi til að hann næði að verja skallann. Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Benzema aftur og aftur eftir sendingu frá di María en Benzema hefði getað skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þremur mínútum fyrir hálfleik jafnaði Messi metin eftir laglegan samleik við Neymar og létu liðin það duga í fyrri hálfleik. Veislan hélt áfram í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo fiskaði vítaspyrnu og skoraði sjálfur úr henni á 55. mínútu. Forysta Real Madrid hélt þó ekki í nema 10 mínútur. Þá skoraði Messi, einnig úr vítaspyrnu, eftir að Neymar fór niður og Sergio Ramos var rekinn af leikvelli fyrir brotið. Barcelona þurfti nauðsynlega á sigri að halda, verandi fjórum stigum á eftir Real Madrid þegar flautað var til leiks, og sótti liðið án afláts það sem eftir lifði leiks. Þegar sex mínútur voru til leiksloka skilaði pressan sér í annarri vítaspyrnu fyrir Barcelona. Xabi Alonso felldi Iniesta og Messi fullkomnaði þrennuna úr vítaspyrnu. Önnur þrennan sem Messi skorar gegn Real Madrid og fyrsta þrennan sem leikmaður Barcelona skorar á Santiago Bernabéu. Real Madrid hafði fyrir leikinn leikið 31 leik án taps í öllum keppnum en liðið hafði ekki tapað síðan liðið tapaði 2-1 í fyrri leik liðanna á Nou Camp 26. október. Staðan á toppi deildarinnar er nánast eins jöfn og hugsast getur. Real Madrid og Atletico Madrid eru efst með 70 stig. Barcelona er stigi á eftir þegar níu umferðir eru eftir af deildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira