Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli.
Elsa Sæný gerði á dögunum karlalið HK að bikarmeisturum annað árið í röð en liðið vann tvöfalt í fyrra á fyrsta tímabilinu undir hennar stjórn.
Blaksamband Íslands ákvað að bjóða henni aðstoðarþjálfarastarf hjá karlalandsliðinu en kom ekki til greina að hún tæki við liðinu?
„Ég hefði ekki treyst mér í það á þessu stigi. Það voru einhverjir búnir að nefna þetta við mig en mér og formanni landsliðsnefndar fannst það vera of snemmt þar sem ég hef ekki þjálfað nema í tvö ár. Það hefði verið of stór biti að taka við aðalþjálfarastarfi landsliðsins," sagði Elsa Sæný Valgeirsdóttir í viðtalið við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag.
Ponticelli fær góð meðmæli frá Englandi þar sem hann býr og starfar sem tæknilegur ráðgjafi blakþjálfara. Samningar náðust á milli BLÍ og Ponticelli í vikunni og er von á þjálfaranum til landsins á næstunni til að skoða leikmenn fyrir landsliðið. Verkefni landsliðsins á þessu ári er undankeppni EM smáþjóða í Laugardalshöll 6.-8. Júní.
„Við teljum þessa ráðningu í samræmi við okkar plön varðandi landsliðið. Ponticelli virðist vera reynslubolti sem hjálpar eflaust mörgum leikmönnum að verða betri og í því liggur okkar metnaður. Hann mun ekki hvað síst horfa til ungra og efnilegra leikmanna enda ætlum við okkur að byggja upp gott landslið“ segir Stefán Jóhannesson, formaður landsliðsnefndar BLÍ á heimasíðu sambandsins.
Elsa Sæný þekkir ekkert til nýráðins landsliðsþjálfara. „Ég hef séð ferilsskrá hans og það verður spennandi að starfa við hlið hans. Vonandi næ´ég að læra eitthvað af honum," sagði Elsa ennfremur í viðtalinu í Morgunblaðinu.
Elsu fannst það of snemmt að taka við karlalandsliðinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn
