Red Bull áfrýjar máli Ricciardo Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. mars 2014 16:15 Daniel Ricciardo og Christian Horner keppnisstjóri Red Bull Vísir/Getty Red Bull liðið er búið að staðfesta þær fréttir að liðið hafi formlega áfrýjað úrskurði dómara formúlu eitt keppninnar í Ástralíu um síðustu helgi um að vísa Daniel Ricciardo úr keppni. Ricciardo kom annar í mark en var svo dæmdur úr leik eftir á. Ástæðan var sú að eldsneytisflæði í bíl hans fór yfir leyfileg mörk. Hámarkið er 100 kíló á klukkustund, en mælitæki Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) sýndu meira flæði í bíl Ricciardo. Red Bull var varað við því að mælir FIA sýndi meira flæði en 100 kg/klst. Liðið kaus að hunsa viðvörunina og byggir nú mál sitt á því að flæðimælirinn frá FIA sé bilaður. Red Bull fullyrðir að þeirra eigin mælir hafi aldrei sýnt flæði yfir leyfilegum mörkum í keppninni. Breytingar á reglum fyrir tímabilið fólu meðal annars í sér að þessari reglu var bætt við. Nú mega liðin aðeins nota 100 kg. af eldsneyti í keppninni en þau notuðust áður við um 140-150 kg. Þetta er gert til að verkfræðingar liðanna einbeiti sér að þróun tækni til að spara eldsneyti. Vonandi mun afraksturinn skila sér í götubíla almennings innan nokkurra ára. Ástæða þess að notast er við kílógrömm en ekki lítra í reglunum er sú að ummálið breytist eftir hitastigi, það gerir þyngdin hins vegar ekki. Það fer eftir niðurstöðu áfrýjunarinnar hvernig keppnin mun á endanum hafa farið. Eins og staðan er núna eru bæði Ricciardo og Red Bull stigalaus. Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar. 16. mars 2014 13:43 Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. 16. mars 2014 08:26 Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30 Bílskúrinn: Fimm hlutir sem komu ljós í Ástralíu Tímabilið í Formúlu 1 hófst í gær þegar Ástralíukappaksturinn fór fram í Melbourne en hvað kom í ljós í fyrstu keppni tímabilsins? 17. mars 2014 18:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Red Bull liðið er búið að staðfesta þær fréttir að liðið hafi formlega áfrýjað úrskurði dómara formúlu eitt keppninnar í Ástralíu um síðustu helgi um að vísa Daniel Ricciardo úr keppni. Ricciardo kom annar í mark en var svo dæmdur úr leik eftir á. Ástæðan var sú að eldsneytisflæði í bíl hans fór yfir leyfileg mörk. Hámarkið er 100 kíló á klukkustund, en mælitæki Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) sýndu meira flæði í bíl Ricciardo. Red Bull var varað við því að mælir FIA sýndi meira flæði en 100 kg/klst. Liðið kaus að hunsa viðvörunina og byggir nú mál sitt á því að flæðimælirinn frá FIA sé bilaður. Red Bull fullyrðir að þeirra eigin mælir hafi aldrei sýnt flæði yfir leyfilegum mörkum í keppninni. Breytingar á reglum fyrir tímabilið fólu meðal annars í sér að þessari reglu var bætt við. Nú mega liðin aðeins nota 100 kg. af eldsneyti í keppninni en þau notuðust áður við um 140-150 kg. Þetta er gert til að verkfræðingar liðanna einbeiti sér að þróun tækni til að spara eldsneyti. Vonandi mun afraksturinn skila sér í götubíla almennings innan nokkurra ára. Ástæða þess að notast er við kílógrömm en ekki lítra í reglunum er sú að ummálið breytist eftir hitastigi, það gerir þyngdin hins vegar ekki. Það fer eftir niðurstöðu áfrýjunarinnar hvernig keppnin mun á endanum hafa farið. Eins og staðan er núna eru bæði Ricciardo og Red Bull stigalaus.
Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar. 16. mars 2014 13:43 Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. 16. mars 2014 08:26 Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30 Bílskúrinn: Fimm hlutir sem komu ljós í Ástralíu Tímabilið í Formúlu 1 hófst í gær þegar Ástralíukappaksturinn fór fram í Melbourne en hvað kom í ljós í fyrstu keppni tímabilsins? 17. mars 2014 18:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar. 16. mars 2014 13:43
Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. 16. mars 2014 08:26
Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30
Bílskúrinn: Fimm hlutir sem komu ljós í Ástralíu Tímabilið í Formúlu 1 hófst í gær þegar Ástralíukappaksturinn fór fram í Melbourne en hvað kom í ljós í fyrstu keppni tímabilsins? 17. mars 2014 18:00