Körfubolti

Tólf töp í röð í úrslitakeppni sem Íslandsmeistarar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bryndís Guðmundsdóttir.
Bryndís Guðmundsdóttir. Vísir/Daníel
Titilvörnin hefur ekki gengið vel hjá kvennaliði Keflavíkur undanfarin ár en Keflavíkurkonur eru komnar í sumarfrí eftir 0-3 tap á móti Haukum í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna.

Þetta er í þriðja sinn í röð sem Keflavíkurkonur tapa öllum leikjum sínum í úrslitakeppninni árið eftir að liðið verður Íslandsmeistari og ennfremur fjórða úrslitakeppnin í röð þar sem liðinu er sópað út úr úrslitakeppninni árið eftir að Keflavíkurliðið varð meistari.

Síðustu fjórir Íslandsmeistaratitlar Keflavíkur voru árin 2005, 2008, 2011 og 2013.

Haukar unnu 3-0 sigur á Keflavík í lokaúrslitunum 2006, KR vann 3-0 sigur á Keflavík í undanúrslitunum 2009, Haukar unnu 3-0 sigur á Keflavík í undanúrslitunum 2012 og svo aftur núna í undanúrslitunum 2014.

Þetta þýða tólf töp í röð í úrslitakeppni hjá Keflavíkurkonum sem ríkjandi Íslandsmeistarar.



Síðustu tólf leikir Keflavíkurkvenna í úrslitakeppni sem ríkjandi meistarar

Undanúrslit 2014

19-03-2014 Haukar-Keflavík 88-58    30 stiga tap

17-03-2014 Keflavík-Haukar 65-81    16 stiga tap    

15-03-2014 Haukar-Keflavík 66-61    5 stiga tap

Undanúrslit 2012

28-03-2012 Keflavík-Haukar 52-75    23 stiga tap

26-03-2012 Haukar-Keflavík 73-68    5 stiga tap     

24-03-2012 Keflavík-Haukar 54-63     9 stiga tap

Undanúrslit 2009

16-03-2009 Keflavík-KR     62-71        9 stiga tap

13-03-2009 KR-Keflavík     69-54        15 stiga tap    

11-03-2009 Keflavík-KR     77-78        1 stigs tap

Lokaúrslit 2006

07-04-2006 Haukar - Keflavík 90-61     29 stiga tap

04-04-2006 Keflavík - Haukar 77-79     2 stiga tap

01-04-2006 Haukar - Keflavík 81-77    4 stiga tap


Tengdar fréttir

Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík

"Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomu Chynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld.

Utan vallar: Áskorun

Þó svo að úrslitakeppnin í körfubolta sé skemmtileg má gera hana enn betri.

Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann

Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×