Það er stundum sagt að bölvun fylgi því að sigra í par-3 mótinu en aldrei í sögu Masters mótsins hefur sami kylfingur sigrað í bæði par-3 mótinu og svo sjálfu Masters mótinu í kjölfarið.
Kevin Stadler og Fuzzy Zoeller urðu jafnir í öðru sæti á 23 höggum. Moore var aðeins einu höggi frá því að jafna vallarmetið á par3 vellinum á Augusta National.
Þrír kylfingar gerðu sér lítið fyrir og fóru holu í höggi. Það gerðu þeir Mark O'Meara og Buddy Alexander á annari holu. Matt Jones fór einnig holu í höggi á þriðju holu.
Hinir þrír stóru, Jack Nicklaus, Gary Player og Arnold Palmer, léku saman níu holur í dag. Þeir sýndu allir flotta takta þrátt fyrir að vera komnir af léttasta skeiði. Saman hafa þeir þrettán sinnum klæðst græna jakkanum sem sigurvegarinn í Masters mótinu klæðist í mótslok.
Efstu menn í par-3 keppninni:
-6 Ryan Moore
-4 Kevin Stadler
-4 Fuzzy Zoeller
-3 Bernhard Langer
-3 Joost Luiten
-3 Victor Dubuisson