Hægt að taka upp evru í náinni framtíð Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2014 19:18 Formaður Samfylkingarinnar segir stóru tíðindin í skýrslu Aþjóðastofnunar um Evrópusambandið hversu fljótt Íslandi gæti tekið upp evru. Fjármálaráðherra segir aðild að sambandinu hins vgear snúast um miklu meira en gjaldmiðilinn. Árni Páll Árnason var málshefjandi í umræðum um skýrslu alþjóðastofnunar Háskóla Íslandi á Alþingi í dag og sagði hana gott innlegg í þá nauðsynlegum og vitibornu umræðu sem þyrfti að fara fram um evrópumál. Í skýrslunni kæmi fram að hægt væri að ná fram viðunandi lausn í bæði sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum í viðræðum við sambandið. „Stóru tíðindin eru svo í umfjöllun um peningamál. Það er skýrt greint frá því í skýrslunni hvernig aðild að Evrópusambandinu og fyrirheit um upptöku evru muni greiða fyrir afnámi hafta og útfært í nokkrum smáatriðum hvernig hægt sé að nýta þá aðstöðu að þjóðin sé á leið inn í Evrópusambandið. Upptaka evru sé innan fyrirsjáanlegrar framtíðar,“ sagði Árni Páll. Upptaka evru væri besti kosturinn í stöðunni til að losna við gjaldeyrishöftin. En það væri rétt hjá fjármálaráðherra að ekkert væri svart og hvítt í þessari umræðu og evra leysti ekki allan vanda þjóðarinnar. Uppspretta erfiðleika í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi hefur ekki verið í flestum tilfellum af ytri áföllum, heldur vegna veikrar hagstjórnar þar sem krónan hefur gefið stjórnmálamönnum færi á að lækka laun til að losa sjálfa sig út úr mistökum eftirá,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. „Ákvörðun um að ganga inn í Evrópusambandið er miklu stærri ákvörðun en sú að gera breytingar í peningamálum. Það er mjög stór pólitísk ákvörðun og hún snertir fjölmörg svið mannlífsins á Íslandi og hún verður ekki tekin nema höfð sé hliðsjón af þeirri þróun sem á sér stað í Evrópusambandinu í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Margt benti til þess að Evrópusambandið væri að sigla inn í ástand stöðunar og verðhjöðnunar. „Mér finnst ekki margt nýtt í þessari skýrslu. Mér finnst að dregnar sé ályktanir oft út frá dálítið takmörkuðum upplýsingum og fátt sem kemur á óvart,“ sagði Bjarni . ESB-málið Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir stóru tíðindin í skýrslu Aþjóðastofnunar um Evrópusambandið hversu fljótt Íslandi gæti tekið upp evru. Fjármálaráðherra segir aðild að sambandinu hins vgear snúast um miklu meira en gjaldmiðilinn. Árni Páll Árnason var málshefjandi í umræðum um skýrslu alþjóðastofnunar Háskóla Íslandi á Alþingi í dag og sagði hana gott innlegg í þá nauðsynlegum og vitibornu umræðu sem þyrfti að fara fram um evrópumál. Í skýrslunni kæmi fram að hægt væri að ná fram viðunandi lausn í bæði sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum í viðræðum við sambandið. „Stóru tíðindin eru svo í umfjöllun um peningamál. Það er skýrt greint frá því í skýrslunni hvernig aðild að Evrópusambandinu og fyrirheit um upptöku evru muni greiða fyrir afnámi hafta og útfært í nokkrum smáatriðum hvernig hægt sé að nýta þá aðstöðu að þjóðin sé á leið inn í Evrópusambandið. Upptaka evru sé innan fyrirsjáanlegrar framtíðar,“ sagði Árni Páll. Upptaka evru væri besti kosturinn í stöðunni til að losna við gjaldeyrishöftin. En það væri rétt hjá fjármálaráðherra að ekkert væri svart og hvítt í þessari umræðu og evra leysti ekki allan vanda þjóðarinnar. Uppspretta erfiðleika í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi hefur ekki verið í flestum tilfellum af ytri áföllum, heldur vegna veikrar hagstjórnar þar sem krónan hefur gefið stjórnmálamönnum færi á að lækka laun til að losa sjálfa sig út úr mistökum eftirá,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. „Ákvörðun um að ganga inn í Evrópusambandið er miklu stærri ákvörðun en sú að gera breytingar í peningamálum. Það er mjög stór pólitísk ákvörðun og hún snertir fjölmörg svið mannlífsins á Íslandi og hún verður ekki tekin nema höfð sé hliðsjón af þeirri þróun sem á sér stað í Evrópusambandinu í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Margt benti til þess að Evrópusambandið væri að sigla inn í ástand stöðunar og verðhjöðnunar. „Mér finnst ekki margt nýtt í þessari skýrslu. Mér finnst að dregnar sé ályktanir oft út frá dálítið takmörkuðum upplýsingum og fátt sem kemur á óvart,“ sagði Bjarni .
ESB-málið Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira