Ferðamenn flykkjast í sívaxandi mæli til Íslands og íbúðaeigendur hafa eftir hrun margir eygt möguleika á að drýgja tekjur sínar með því að leigja út herbergi eða íbúðir til ferðamanna.
Stóru málin kynntu sér ýmsar hliðar heimagistingar, ræddu við Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur sem leigir út húsnæði á Airbnb, Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu, Lögregluna, Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík, Kristófer Oliversson sem rekur 5 hótel í miðbænum og fleiri.

