Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2014 11:24 Fram kom að Rósant hefði fengið svokallaða friðhelgi frá embætti sérstaks saksóknara, það er að hann myndi ekki sæta ákæru þrátt fyrir að gögn eða upplýsingar sem hann kynni að veita embættinu leiði líkur að því að hann hefði framið brot. vísir/heiða Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefnar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. Fram kom að Rósant hefði fengið svokallaða friðhelgi frá embætti sérstaks saksóknara, það er að hann myndi ekki sæta ákæru þrátt fyrir að gögn eða upplýsingar sem hann kynni að veita embættinu myndu leiða líkur að því að hann hefði framið brot. Rósant kannaðist ekki við að hafa veitt samþykki sitt fyrir lánveitingu bankans til félagsins FS38 en samkvæmt gögnum málsins mun lánið hafa verið samþykkt á svokallaðri millifundasamþykkt. Fyrir þeirri samþykkt eru skráðir téður Rósant og ákærðu Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson. Rósant sagði að það hefði verið ómögulegt að hann hefði getað veitt samþykki sitt fyrir láninu á þeim tíma þar sem hann hafi verið utan net- og símasambands á norðanverðum Vestfjörðum á sama tíma. Hann hafi ekki orðið var við að nafn hans væri notað til að veita láninu samþykki fyrr en slitastjórn Glitnis höfðaði einkamál á hendur sér og öðrum vegna lánveitingarinnar. Var hann þá mjög hissa á því að sjá nafn sitt skráð í skjölum vegna hennar. Rósant sagði jafnframt að sér hefði þótt eðlilegt að ákvörðun um lánveitinguna hefði farið fyrir stjórn bankans sem og að hann hefði verið mótfallinn lánveitingunni þar sem tryggingar fyrir henni voru ekki nægilegar. Aðspurður hvort Lárus hafi verið undir þrýstingi að veita lánið sagðist Rósant ekki muna sérstaklega eftir að hafa orðið þess áskynja. En eftir að hafa kynnt sér málið á seinni stigum og skoðað tölvupósta þá hafi honum virst sem nokkur þrýstingur hafi verið á Lárus. Lárusi hafi jafnframt verið mjög blátt áfram um að málið yrði klárað. Vitnaskýrslur halda áfram nú eftir hádegi þar sem fleiri meðlimir áhættunefndar Glitnis gefa sínar skýrslur og þar á eftir aðrir starfsmenn bankans og aðrir sérfræðingar. Búist er við því að stjórn bankans gefi skýrslu á morgun. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefnar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. Fram kom að Rósant hefði fengið svokallaða friðhelgi frá embætti sérstaks saksóknara, það er að hann myndi ekki sæta ákæru þrátt fyrir að gögn eða upplýsingar sem hann kynni að veita embættinu myndu leiða líkur að því að hann hefði framið brot. Rósant kannaðist ekki við að hafa veitt samþykki sitt fyrir lánveitingu bankans til félagsins FS38 en samkvæmt gögnum málsins mun lánið hafa verið samþykkt á svokallaðri millifundasamþykkt. Fyrir þeirri samþykkt eru skráðir téður Rósant og ákærðu Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson. Rósant sagði að það hefði verið ómögulegt að hann hefði getað veitt samþykki sitt fyrir láninu á þeim tíma þar sem hann hafi verið utan net- og símasambands á norðanverðum Vestfjörðum á sama tíma. Hann hafi ekki orðið var við að nafn hans væri notað til að veita láninu samþykki fyrr en slitastjórn Glitnis höfðaði einkamál á hendur sér og öðrum vegna lánveitingarinnar. Var hann þá mjög hissa á því að sjá nafn sitt skráð í skjölum vegna hennar. Rósant sagði jafnframt að sér hefði þótt eðlilegt að ákvörðun um lánveitinguna hefði farið fyrir stjórn bankans sem og að hann hefði verið mótfallinn lánveitingunni þar sem tryggingar fyrir henni voru ekki nægilegar. Aðspurður hvort Lárus hafi verið undir þrýstingi að veita lánið sagðist Rósant ekki muna sérstaklega eftir að hafa orðið þess áskynja. En eftir að hafa kynnt sér málið á seinni stigum og skoðað tölvupósta þá hafi honum virst sem nokkur þrýstingur hafi verið á Lárus. Lárusi hafi jafnframt verið mjög blátt áfram um að málið yrði klárað. Vitnaskýrslur halda áfram nú eftir hádegi þar sem fleiri meðlimir áhættunefndar Glitnis gefa sínar skýrslur og þar á eftir aðrir starfsmenn bankans og aðrir sérfræðingar. Búist er við því að stjórn bankans gefi skýrslu á morgun.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41
Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01