Veiði

Fín skilyrði í Minnivallalæk

Karl Lúðvíksson skrifar
Fallegur urriði úr Minnivallalæk þann 3. apríl
Fallegur urriði úr Minnivallalæk þann 3. apríl
Kalt vor gerir það venjulega að verkum að fiskurinn sem heldur til í ánum á þessum tíma verður tregur til að eyða orku í ætisleit og bíður eftir því að það hlýni.

Minnivallalækur er gott dæmi um þetta en þegar vorin eru mjög köld er oft mjög erfitt að fá fiskinn til að taka en þegar vorin eru til þess að gera hlý er meiri hreyfing á fiskinum og hann tekur frekar agn veiðimanna.  Hann getur þó verið mjög vandfýsinn á það sem hann tekur þegar það hlýnar enn frekar en það er það sem gerir veiðina ennþá meira spennandi.  Samkvæmt fréttum frá Strengjum voru Ólafur í Veiðihorninu og María konan hans við veiðar fyrstu tvo dagana og settu í nokkra fína fiska en aðeins þrír náðust þó á land.  Einn risi sást í Stöðvarhyl og var sá fiskur ekki undir 10 kg að sögn kunnugra.  Hrafn Haukson og félagar hans voru við veiðar á eftir Ólafi og settu þeir í 10 fiska og náðu 6 á land.  Algengt er að stærstu fiskarnir séu nálægt 70 sm en það eru þú lengri og þykkari fiskar í hyljum Minnivallalæks en þetta.

Algengt er að þeir sem veiði lækinn á vorinn festist í Stöðvarhyl, Húsbreiðu og Viðarhólma en fleiri góðir staðir eru í Minnivallalæk sem oft er gott að gefa smá tíma þegar mikil umferð veiðimanna hefur verið á helstu stöðum.  Frá brúnni við félagsheimiliði og næstu tvo kílómetra upp eftir ánni er fullt af litlum holum hér og þar þar sem urriðinn vill oft liggja þannig að fyrir þá sem nenna labbinu getur það oft verðlaunað mönnu erfiðið ríkulega.






×