Stjarnan er komið áfram í 8-liða úrslit Lengjubikarkeppni karla en liðið vann 2-1 sigur á Val í dag.
Veigar Páll Gunnarsson skoraði bæði mörk Stjörnumanna í dag. Hann kom Garðbæingum yfir á 7. mínútu en Ragnar Þór Gunnarsson jafnaði metin fyrir Val um stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Vegiar Páll var svo hetja Stjörnumanna er hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu.
Stjarnan og Víkingur eru bæði með fjórtán stig á toppi 3. riðils og örugg áfram í 8-liða úrslitin. ÍBV kemur næst með tíu stig og Valur er með níu þegar ein umferð er eftir.
Tvö efstu liðin úr riðlunum þremur komast áfram í fjórðungsúrslitin ásamt þeim tveimur liðum sem bestum árangri náðu í þriðja sæti sinna riðla.
