Benedikt talar um nýja stjórnmálahreyfingu Júlía Margrét Einarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. apríl 2014 17:15 Útlit er fyrir miklum stuðningi við nýtt stjórnmálaafls. Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar gaf orðrómi um stofnun nýs stjórnmálaafls byr undir báða vængi í ræðu sinni á samstöðufundinum á Austurvelli í dag. Vitnaði hann í orð Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og lagði til að þau yrðu höfð að einkunnarorðum nýja stjórnmálaaflsins. Benedikt sagði í ræðu sinni:Það er því óheppilegt að borið hefur á því að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfsskapaða annmarka til viðræðna við Evrópusambandið.Við megum síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna innilokun og einokun alteknir af ótta og kjarkleysi. Við verðum að sýna reisn og styrk og forðast einangurnarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra viðræðna hljótum við að ganga sannfærðir um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúnir til að hverfa frá leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolaleg. Höfum þessi orð Davíðs Oddssonar í huga þegar við höldum heim. Flykkjum okkur undir merki gamla foringjans. Þau gætu orðið einkunnarorð nýrrar stjórnmálahreyfingar." Fjöldi manns mætti til fundarins og var ræðu Benedikts ákaft fagnað af fundargestum. Benedikt er formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. Fyrr í mánuðinum var hann spurður um nýtt stjórnmálaafl - hægrisinnaðan Evrópuflokk. „Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ sagði Benedikt þá, í samtali við Vísi. Hann sagði vera gerjun víða í samfélaginu og margir hefðu áhuga á nýju framboði. MMR birti niðurstöður könnunar í upphafi mánaðarins sem sýndu að tæplega 40% aðspurðra gæti hugsað sér að kjósa framboð sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, væri hægra megin við hina pólitísku miðju og legði áherslu á Evrópusambandsaðild. ESB-málið Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar gaf orðrómi um stofnun nýs stjórnmálaafls byr undir báða vængi í ræðu sinni á samstöðufundinum á Austurvelli í dag. Vitnaði hann í orð Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og lagði til að þau yrðu höfð að einkunnarorðum nýja stjórnmálaaflsins. Benedikt sagði í ræðu sinni:Það er því óheppilegt að borið hefur á því að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfsskapaða annmarka til viðræðna við Evrópusambandið.Við megum síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna innilokun og einokun alteknir af ótta og kjarkleysi. Við verðum að sýna reisn og styrk og forðast einangurnarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra viðræðna hljótum við að ganga sannfærðir um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúnir til að hverfa frá leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolaleg. Höfum þessi orð Davíðs Oddssonar í huga þegar við höldum heim. Flykkjum okkur undir merki gamla foringjans. Þau gætu orðið einkunnarorð nýrrar stjórnmálahreyfingar." Fjöldi manns mætti til fundarins og var ræðu Benedikts ákaft fagnað af fundargestum. Benedikt er formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. Fyrr í mánuðinum var hann spurður um nýtt stjórnmálaafl - hægrisinnaðan Evrópuflokk. „Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ sagði Benedikt þá, í samtali við Vísi. Hann sagði vera gerjun víða í samfélaginu og margir hefðu áhuga á nýju framboði. MMR birti niðurstöður könnunar í upphafi mánaðarins sem sýndu að tæplega 40% aðspurðra gæti hugsað sér að kjósa framboð sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, væri hægra megin við hina pólitísku miðju og legði áherslu á Evrópusambandsaðild.
ESB-málið Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira