Enski boltinn

Midtjylland tapaði toppslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson. Mynd/Heimasíða FCM
Álaborg er komið á topp dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Midtjylland á útivelli í dag.

Eyjólfur Héðinsson sat allan leikinn á bekknum hjá Midtjylland sem missti toppsætið með tapinu í dag. Liðið er með 45 stig, einu á eftir Álaborg.

FCK er svo í þriðja sætinu með 36 stig en átta umferðir eru eftir af tímabilinu í Danmörku.

Í Svíþjóð vann Falkenberg sigur á Brommapojkarna, 1-0. Halldór Orri Björnsson var ónotaður varamaður hjá Falkenberg en Kristinn Jónsson spilaði allan leikinn sem vinstri bakvörður hjá gestunum.

Þetta voru fyrstu stig Falkenberg á tímabilinu en Brommapojkarna er enn án stiga eftir tvo leiki.

Hannes Þ. Sigurðsson kom svo inn á sem varamaður er lið hans, Grödig, tapaði fyrir grönnum sínum í Red Bull Salzburg á heimavelli, 3-1, í austurrísku úrvalsdeildinni. Grödig er í fjórða sætinu með 43 stig en Salzburg langefst með 74 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×