Foresti Barcelona er ekki ánægður með ákvörðun FIFA um að banna félaginu að kaupa leikmenn næsta árið.
Josep Maria Bartomeu ber við óréttlæti en FIFA komst að þeirri niðurstöðu að Barcelona hafi brotið reglur sambandsins um félagaskipti erlendra ungmenna.
„Við munum berjast gegn þessu því þetta er óréttlátt,“ sagði Bartomeu við fjölmðla ytra en Barcelona ætlar að áfrýja niðurstöðunni.
Félögum er óheimilt að semja við erlenda leikmenn yngri en átján ára nema að foreldrar þeirra flytja til viðkomandi lands af öðrum ástæðum en þeim sem tengjast knattspyrnu eða heimili viðkomandi sé innan 100 km frá félaginu.
Félög í Evrópu mega þó semja við 16-18 ára leikmenn sem koma frá öðrum löndum innan Evrópusambandsins eða evrópska efnahagssvæðisins.
Bartomeu segir þó með fullri vissu að félagið hafi aldrei brotið neinar reglur sem séu í gildi hjá spænska knattpsyrnusambandinu. FIFA komst þó að þeirri niðurstöðu að spænska sambandið hefði brotið sömu reglur með því að heimila félagaskipti alls tíu ungmenna til Barcelona árin 2009 til 2013.
La Masia-akademía Barcelona er ein sú frægasta í heimi en margir af núverandi leikmönnum liðsins gengu í hana, þeirra á meðal Lionel Messi sem var þrettán ára þegar félagið sótti hann til Argentínu.
„Við ætlum ekki að breyta okkar uppeldiskerfi,“ sagði Bartomeu. „Það má ekki snerta Masia-kerfið. Við viljum fullvissa félagsmeðlimi okkar og stuðningsmenn um það.“
Þetta er ósanngjörn refsing

Tengdar fréttir

Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona?
Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona.

Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið
Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015.

Fullyrt að Halilovic fari til Barcelona
Lögfræðingurinn Jean Louis Dupont segir að Alen Halilovic eigi að geta gengið til liðs við Barcelona í sumar þrátt fyrir félagskiptabann FIFA.