Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2014 10:30 Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur refsað stórliði Barcelona fyrir að brjóta reglur um félagskipti ungmenna og bannað félaginu að kaupa leikmenn næsta árið. Þessi ótrúlegu tíðindi bárust frá FIFA nú í morgun en í tilkynningu sambandsins segir að Barcelona hafi brotið reglur um félagaskipti erlendra leikmanna undir átján ára aldri. Rannsókn hefur staðið yfir undanfarið ár og er niðurstaða FIFA að bæði spænska knattspyrnusambandið og Barcelona hafi brotið þó nokkrar reglur sem gilda hjá sambandinu um skráningu erlendra leikmanna undir átján ára aldri. Brotin áttu sér stað frá 2009 til 2013 og nær til tíu leikmanna. Barcelona var enn fremur sektað um jafnvirði 57 milljóna króna og spænska sambandið um 63,5 milljónir. Áfallið er mikið fyrir Barcelona enda félagið til að mynda nýbúið að missa aðalmarkvörð sinn, Victor Valdes, í alvarleg meiðsli. Samningur hans við félagið rennur út í lok tímabilsins og hafði hann í hyggju að leita á önnur mið. Félagaskiptabannið nær yfir næstu tvo glugga, það er að segja nú í sumar og í janúar næstkomandi. Barcelona verður því ekki heimilt að kaupa nýjan leikmann til félagsins fyrr en sumarið 2015. Þetta er ekki fyrsta hneykslið sem skekur Barcelona í vetur en fyrir skömmu síðan sagði forseti félagsins, Sandro Rosell, af sér þegar upp komst að félagið hafi ekki greint rétt frá öllum samningsatriðum þegar það keypti Brasilíumanninn Neymar í sumar. Málið var tekið fyrir spænska dómskerfinu enda félagið grunað um stórfelld skattsvik. Barcelona greiddi hins vegar spænska skattinum sjálfviljugt um tvo milljarða króna og óvíst hvort það nægi til að ljúka málinu. Spænski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur refsað stórliði Barcelona fyrir að brjóta reglur um félagskipti ungmenna og bannað félaginu að kaupa leikmenn næsta árið. Þessi ótrúlegu tíðindi bárust frá FIFA nú í morgun en í tilkynningu sambandsins segir að Barcelona hafi brotið reglur um félagaskipti erlendra leikmanna undir átján ára aldri. Rannsókn hefur staðið yfir undanfarið ár og er niðurstaða FIFA að bæði spænska knattspyrnusambandið og Barcelona hafi brotið þó nokkrar reglur sem gilda hjá sambandinu um skráningu erlendra leikmanna undir átján ára aldri. Brotin áttu sér stað frá 2009 til 2013 og nær til tíu leikmanna. Barcelona var enn fremur sektað um jafnvirði 57 milljóna króna og spænska sambandið um 63,5 milljónir. Áfallið er mikið fyrir Barcelona enda félagið til að mynda nýbúið að missa aðalmarkvörð sinn, Victor Valdes, í alvarleg meiðsli. Samningur hans við félagið rennur út í lok tímabilsins og hafði hann í hyggju að leita á önnur mið. Félagaskiptabannið nær yfir næstu tvo glugga, það er að segja nú í sumar og í janúar næstkomandi. Barcelona verður því ekki heimilt að kaupa nýjan leikmann til félagsins fyrr en sumarið 2015. Þetta er ekki fyrsta hneykslið sem skekur Barcelona í vetur en fyrir skömmu síðan sagði forseti félagsins, Sandro Rosell, af sér þegar upp komst að félagið hafi ekki greint rétt frá öllum samningsatriðum þegar það keypti Brasilíumanninn Neymar í sumar. Málið var tekið fyrir spænska dómskerfinu enda félagið grunað um stórfelld skattsvik. Barcelona greiddi hins vegar spænska skattinum sjálfviljugt um tvo milljarða króna og óvíst hvort það nægi til að ljúka málinu.
Spænski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti