West tók það þó fram í tilkynningu að ekki væri um aprílgabb að ræða. Þá hefur hann einnig frestað fyrirhuguðum tónleikum sínum í Evrópu, þó að dagsetningarnar hafi ekki legið fyrir áður en West sendi frá sér tilkynninguna.
Hann heldur af stað til Ástralíu í september og ætlar hann svo í tónleikaferðalag um Evrópu í janúar 2015. Hann kemur þó fram á nokkrum tónlistarhátíðum í sumar eins og Wireless Festival í Bretlandi, Bonnaroo Music and Arts Festival í Bandaríkjunum og á Fuji Rock Festival í Japan.