Emil sem byrjaði inn á miðri miðjunni spilaði allar 90 mínútur leiksins. Verona situr í tíunda sæti með 49 stig eftir 34 leiki, aðeins tveimur stigum á eftir AC Milan í sjötta sæti.
Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Sampdoria í 1-2 tapi gegn Catania á útivelli. Birkir sem hefur ekki spilað mikið undanfarið var í byrjunarliði Sampdoria en var tekinn af velli þegar korter var til leiksloka. Sampdoria situr öruggt um miðja deild þegar fjórir leikir eru eftir með 41 stig.
AC Milan heldur í veika von um sæti í Evrópudeildinni á næsta ári eftir 3-0 sigur á Livorno á San Siro. Milan hefur unnið fimm leiki í röð en eru fimm stigum á eftir nágrönnunum í Inter í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir.
Juventus tekur á móti Bologna seinna í dag og þá er stórleikur í kvöld þegar Fiorentina tekur á móti Roma.
Úrslit dagsins:
AC Milan 3-0 Livorno
Atalanta 1-2 Verona
Catania 2-1 Sampdoria
Chievo 0-1 Sassuolo
Genoa 1-2 Cagliari
Lazio 2-3 Torino
Parma 0-2 Inter
Udinese 1-1 Napoli
