Fresta þurfti leik á RBC Heritage vegna veðurs 19. apríl 2014 11:34 K.J. Choi slær inn á áttundu holu í gær. AP/Vísir Leik á RBC Heritage mótinu var frestað skömmu eftir klukkan þrjú að staðartíma í gær eftir að mikinn storm gerði á Hilton Head. Alls áttu rúmlega 70 kylfingar eftir að klára sinn hring en þeir munu hefja leik snemma í dag til þess að vinna upp tapaðan tíma og klára annan hring. Þeir kylfingar sem fóru snemma út í gær og náðu að klára græddu heilmikið á storminum en meðal þeirra er Suður-Kóreumaðurinn K.J. Choi. Hann leiðir mótið, samtals á fimm höggum undir pari en hann var meðal fyrstu manna út í gær og gat því klárað sinn hring í ágætum aðstæðum. Luke Donald, fyrrum efsti maður á heimslistanum, gerði slíkt hið sama og er jafn í þriðja sæti á þremur höggum undir pari. Það sama verður þó ekki sagt um Matt Kuchar sem leiddi mótið eftir fyrsta hring en hann var í hópi þeirra kylfinga sem lentu hvað verst í veðrinu. Hann lék aðeins fyrstu fimm holurnar áður en leik var frestað, á fjórum höggum yfir pari og er jafn í 16. sæti eins og er. Línur munu því heldur betur skýrast í dag en sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í kvöld. Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Leik á RBC Heritage mótinu var frestað skömmu eftir klukkan þrjú að staðartíma í gær eftir að mikinn storm gerði á Hilton Head. Alls áttu rúmlega 70 kylfingar eftir að klára sinn hring en þeir munu hefja leik snemma í dag til þess að vinna upp tapaðan tíma og klára annan hring. Þeir kylfingar sem fóru snemma út í gær og náðu að klára græddu heilmikið á storminum en meðal þeirra er Suður-Kóreumaðurinn K.J. Choi. Hann leiðir mótið, samtals á fimm höggum undir pari en hann var meðal fyrstu manna út í gær og gat því klárað sinn hring í ágætum aðstæðum. Luke Donald, fyrrum efsti maður á heimslistanum, gerði slíkt hið sama og er jafn í þriðja sæti á þremur höggum undir pari. Það sama verður þó ekki sagt um Matt Kuchar sem leiddi mótið eftir fyrsta hring en hann var í hópi þeirra kylfinga sem lentu hvað verst í veðrinu. Hann lék aðeins fyrstu fimm holurnar áður en leik var frestað, á fjórum höggum yfir pari og er jafn í 16. sæti eins og er. Línur munu því heldur betur skýrast í dag en sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í kvöld.
Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira