Þrír í forystu á RBC Heritage eftir fyrsta hring 17. apríl 2014 23:28 Kuchar hefur spilað stöðugt og gott golf að undanförnu. AP/Getty Eftir spennandi Mastersmót eru margir af bestu kylfingum heims sem taka það rólega helgina eftir en þrátt fyrir það eru mörg þekkt nöfn sem eru með á RBC Heritage mótinu sem fram fer á Harbour Town vellinum í Suður-Karólínufylki. Meðal þeirra er Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar sem hefur verið í miklu stuði að undanförnu en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring ásamt löndum sínum Scott Langley og William McGirt. Allir léku þeir fyrsta hring á 66 höggum eða fimm höggum undir pari en einn í fjórða sæti er Harry English á þremur höggum undir pari. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort að Matt Kuchar tekst að fylgja þessari góðu byrjun eftir en hann hefur verið í hörku baráttu um sigur á síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni og er greinilega að spila sitt besta golf þessa dagana. Þá voru augu margra á hinum unga Jordan Spieth eftir frábæra frammistöðu á Mastersmótinu um síðustu helgi. Hann lék með Tom Watson í holli í dag en það eru ekki nema 44 ár á milli þeirra tveggja. Spieth hóf mótið vel og deilir fimmta sætinu með 15 öðrum kylfingum á tveimur höggum undir pari. Annar hringur á RBC Heritage verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 á morgun. Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Eftir spennandi Mastersmót eru margir af bestu kylfingum heims sem taka það rólega helgina eftir en þrátt fyrir það eru mörg þekkt nöfn sem eru með á RBC Heritage mótinu sem fram fer á Harbour Town vellinum í Suður-Karólínufylki. Meðal þeirra er Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar sem hefur verið í miklu stuði að undanförnu en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring ásamt löndum sínum Scott Langley og William McGirt. Allir léku þeir fyrsta hring á 66 höggum eða fimm höggum undir pari en einn í fjórða sæti er Harry English á þremur höggum undir pari. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort að Matt Kuchar tekst að fylgja þessari góðu byrjun eftir en hann hefur verið í hörku baráttu um sigur á síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni og er greinilega að spila sitt besta golf þessa dagana. Þá voru augu margra á hinum unga Jordan Spieth eftir frábæra frammistöðu á Mastersmótinu um síðustu helgi. Hann lék með Tom Watson í holli í dag en það eru ekki nema 44 ár á milli þeirra tveggja. Spieth hóf mótið vel og deilir fimmta sætinu með 15 öðrum kylfingum á tveimur höggum undir pari. Annar hringur á RBC Heritage verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 á morgun.
Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira