Valur vann Breiðablik í A-deild Lengjubikars kvenna í dag 4-2. Með sigrinum komst Valur upp í þriðja sæti deildarinnar og um leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið mætir Stjörnunni.
Breiðablik hafði tryggt sér sigurinn í riðlinum fyrir leik dagsins og mætir Þór/KA í hinni undanúrslitaviðureigninni.
Valur var 2-0 yfir í hálfleik og komst í 3-0 áður en Breiðablik minnkaði muninn. Elín Metta Jensen jók forystuna aftur í þrjú mörk þegar sjö mínútur voru til leiksloka.
Breiðblik náði að minnka muninn í tvö mörk í uppbótartíma en nær komst liðið ekki og því fara bæði liðin áfram en ÍBV situr eftir með sárt ennið.
