Engar líkur á því að Ísland komist bakdyramegin inn á HM í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2014 12:15 Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í fótbolta rétt missti af HM í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í sumar eftir tap í umspili á móti Króatíu í lok síðasta árs. Það eru hinsvegar engar líkur á því að íslenska landsliðið geti komist bakdyramegin inn samkvæmt Geir Þorsteinssyni formanni íslenska knattspyrnusambandsins. Framganga Dana á EM í Svíþjóð árið 1992 er mörgum enn í fersku minni en dönsku landsliðsmennirnir voru margir komnir í frí á sólarströnd þegar Danir fengu sæti Júgóslavíu sem var vísað úr keppninni vegna borgarastríðsins á Balkanskaganum. Danir fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, þekkir vel til hjá UEFA og FIFA en hann segir engar líkur vera á því að Rússar missi keppnisrétt sinn á HM í Brasilíu í sumar vegna ástandsins á Krímskaganum og annarsstaðar í Úkraínu. Vísir heyrði í Geir í morgun enda voru sumir farnir að velta því fyrir sér hvort það gæti gerst og hvað myndi gerast ef að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM í sumar. Rússar eru í H-riðlinum með Belgíu, Alsír og Suður-Kóreu á HM í Brasilíu. „Það hefur komið skýrt fram hjá FIFA að Rússar verði með," sagði Geir og rifjaði upp frétt á dögunum þar sem Bandaríkjamenn vildu að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM og að sama skapi vildu Rússarnir að Bandaríkjamenn fengu ekki að vera með. Þá var afstaða FIFA skýr. „Ég held að það séu engar líkur á því að einhverri þjóð verði úthýst," sagði Geir en hvað myndi þá gerast? „Ég held að það séu engar skrifaðar reglur til um hvað gerist við svona aðstæður og það væri þá framkvæmdastjórn FIFA eða neyðarnefnd FIFA sem tæki ákvörðun um slíkt. Svo er líka til sérstök nefnd sem fjallar um HM-keppnina sjálfa," segir Geir. „Ég tel það mjög vafasamt að þjóð verði útlokuð útaf svona málum því það hefur verið ýmislegt í gangi í heiminum þegar lið hafa mæst á fótboltavellinum. Ef það væri einhver þjóð sem gæti af einhverjum ástæðum ekki tekið þátt í HM eða yrði útlokuð útaf þá mun bara FIFA sjálft ákveða hvað gerist í slíku tilfelli," segir Geir og spyr síðan á móti „Hver væri þá röksemdarfærslan fyrir því að við ættum möguleika á sætinu?" Geir er því þess fullviss að hann fái ekki fyrirspurn frá FIFA á næstum vikum um hvort Ísland gæti verið með á HM í Brasilíu. Eins og hann bendir líka réttilega á þá er bæði afar ólíklegt að sætið losni sem og að íslenska liðið er væntanlega aftarlega á listanum yfir þær þjóðir sem koma til greina í staðinn fyrir Rússa. Úkraína væri þá kannski líklegasti kosturinn fyrir FIFA því úkraínska þjóðin má bæði þola yfirgang Rússa sem og að úkraínska landsliðið var það lið í umspili UEFA sem tapaði með minnstum mun. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta rétt missti af HM í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í sumar eftir tap í umspili á móti Króatíu í lok síðasta árs. Það eru hinsvegar engar líkur á því að íslenska landsliðið geti komist bakdyramegin inn samkvæmt Geir Þorsteinssyni formanni íslenska knattspyrnusambandsins. Framganga Dana á EM í Svíþjóð árið 1992 er mörgum enn í fersku minni en dönsku landsliðsmennirnir voru margir komnir í frí á sólarströnd þegar Danir fengu sæti Júgóslavíu sem var vísað úr keppninni vegna borgarastríðsins á Balkanskaganum. Danir fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, þekkir vel til hjá UEFA og FIFA en hann segir engar líkur vera á því að Rússar missi keppnisrétt sinn á HM í Brasilíu í sumar vegna ástandsins á Krímskaganum og annarsstaðar í Úkraínu. Vísir heyrði í Geir í morgun enda voru sumir farnir að velta því fyrir sér hvort það gæti gerst og hvað myndi gerast ef að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM í sumar. Rússar eru í H-riðlinum með Belgíu, Alsír og Suður-Kóreu á HM í Brasilíu. „Það hefur komið skýrt fram hjá FIFA að Rússar verði með," sagði Geir og rifjaði upp frétt á dögunum þar sem Bandaríkjamenn vildu að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM og að sama skapi vildu Rússarnir að Bandaríkjamenn fengu ekki að vera með. Þá var afstaða FIFA skýr. „Ég held að það séu engar líkur á því að einhverri þjóð verði úthýst," sagði Geir en hvað myndi þá gerast? „Ég held að það séu engar skrifaðar reglur til um hvað gerist við svona aðstæður og það væri þá framkvæmdastjórn FIFA eða neyðarnefnd FIFA sem tæki ákvörðun um slíkt. Svo er líka til sérstök nefnd sem fjallar um HM-keppnina sjálfa," segir Geir. „Ég tel það mjög vafasamt að þjóð verði útlokuð útaf svona málum því það hefur verið ýmislegt í gangi í heiminum þegar lið hafa mæst á fótboltavellinum. Ef það væri einhver þjóð sem gæti af einhverjum ástæðum ekki tekið þátt í HM eða yrði útlokuð útaf þá mun bara FIFA sjálft ákveða hvað gerist í slíku tilfelli," segir Geir og spyr síðan á móti „Hver væri þá röksemdarfærslan fyrir því að við ættum möguleika á sætinu?" Geir er því þess fullviss að hann fái ekki fyrirspurn frá FIFA á næstum vikum um hvort Ísland gæti verið með á HM í Brasilíu. Eins og hann bendir líka réttilega á þá er bæði afar ólíklegt að sætið losni sem og að íslenska liðið er væntanlega aftarlega á listanum yfir þær þjóðir sem koma til greina í staðinn fyrir Rússa. Úkraína væri þá kannski líklegasti kosturinn fyrir FIFA því úkraínska þjóðin má bæði þola yfirgang Rússa sem og að úkraínska landsliðið var það lið í umspili UEFA sem tapaði með minnstum mun.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira