Frumleg myndataka Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2014 11:05 Sprungurnar í ís Baikalvatns lýstar upp neðanfrá. Jalopnik Þegar kemur að því að mynda nýja bíla eru ljósmyndarar misfrumlegir en segja má að hér hafi verið mikið lagt í. Þessar myndir voru teknar á Baikalvatni í Rússalandi, sem er dýpsta stöðuvatn í heimi. Borað var gat á eins meters þykkan ísinn og bíllinn lýstur upp neðan frá. Svo erfitt reyndist að bora nógu stórt gat á ísinn að fá þurfti hjálp frá veiðimönnum sem vanir eru að veiða gegnum þykkan ísinn til að koma lýsingunni fyrir ofan í vatninu. Tökurnar fóru fram um nótt svo að sprungurnar ísnum lýstust betur upp. Bíllinn á myndinni er af Chevrolet Cruze-gerð. Einn vandinn sem ljósmyndararnir glímdu við var að allt umstangið í kringum bílinn, þar sem menn þurftu að vera á gaddaskóm, rispuðu hann svo mikið að pússa þurfti upp allt umhverfi hans til að fá hann eins kristaltæran og mögulegt var. Sannarlega flottar myndir og í senn frumlegar.Gullfallegt.Heilmikið mál var að komast í gegnum ísinn þykka. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent
Þegar kemur að því að mynda nýja bíla eru ljósmyndarar misfrumlegir en segja má að hér hafi verið mikið lagt í. Þessar myndir voru teknar á Baikalvatni í Rússalandi, sem er dýpsta stöðuvatn í heimi. Borað var gat á eins meters þykkan ísinn og bíllinn lýstur upp neðan frá. Svo erfitt reyndist að bora nógu stórt gat á ísinn að fá þurfti hjálp frá veiðimönnum sem vanir eru að veiða gegnum þykkan ísinn til að koma lýsingunni fyrir ofan í vatninu. Tökurnar fóru fram um nótt svo að sprungurnar ísnum lýstust betur upp. Bíllinn á myndinni er af Chevrolet Cruze-gerð. Einn vandinn sem ljósmyndararnir glímdu við var að allt umstangið í kringum bílinn, þar sem menn þurftu að vera á gaddaskóm, rispuðu hann svo mikið að pússa þurfti upp allt umhverfi hans til að fá hann eins kristaltæran og mögulegt var. Sannarlega flottar myndir og í senn frumlegar.Gullfallegt.Heilmikið mál var að komast í gegnum ísinn þykka.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent