Heimir: Útlendingurinn stóð ekki undir væntingum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. apríl 2014 22:30 Heimir Örn Árnason og hans menn frá Akureyri verða áfram í Olís-deildinni. Vísir/Daníel Akureyri vann HK, 31-23, í lokaumferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld og fyrst ÍR tapaði heima fyrir FH endaði Akureyri í sjötta sæti deildarinnar og sleppur við umspilið. „Þrátt fyrir að þetta umspil verði kannski ekki neitt þá er bara heiðurinn að komast upp í 6. sæti,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. Akureyri stefndi hraðbyri að sjöunda sætinu eftir erfitt gengi um mitt mót og voru ekki margir sem höfðu trú á því að liðið gæti bjargað sér frá umspilinu. Norðanmenn girtu sig aftur á móti í brók og tóku á mikinn sprett í þriðju umferðinni. Það vann þrjá leiki og gerði tvö jafntefli í síðustu sex leikjum sínum á meðan önnur lið í kringum það hrundu. „Þótt að það hafi ekki verið þú þá voru nokkrir sem voru að halda því fram að við værum að fara að enda í sjöunda sæti og þess vegna er maður alveg hrikalega stoltur af þessum lokaspretti. Við tókum einhverja átta af tíu held ég. Við fórum í Fjörðinn og tókum tvö stig og erum bara mjög stoltir með liðið og endirinn. Það kom bara í ljós að við erum ekkert með verri lið en hinir,“ sagði Heimir. Heimir þakkar brotthvarfi Vladimir Zejaks fyrir góðan árangur liðsins á seinni hluta mótsins en hann stóð svo sannarlega ekki undir væntingum. „Við ætluðum náttúrulega að byggja liðið í kringum þennan útlending sem kom. Hann stóð svo ekki undir væntingum. Eftir að hann fór þá var bara allt upp á við og við erum bara hrikalega ánægðir með þetta, ótrúlega stoltir af okkar liði.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-23 | Norðanmenn tryggðu sæti sitt Akureyri verður áfram í Olís-deildinni í handbolta eftir sigur á Akureyri í kvöld en önnur úrslit féllu með liðinu. 14. apríl 2014 17:48 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Akureyri vann HK, 31-23, í lokaumferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld og fyrst ÍR tapaði heima fyrir FH endaði Akureyri í sjötta sæti deildarinnar og sleppur við umspilið. „Þrátt fyrir að þetta umspil verði kannski ekki neitt þá er bara heiðurinn að komast upp í 6. sæti,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. Akureyri stefndi hraðbyri að sjöunda sætinu eftir erfitt gengi um mitt mót og voru ekki margir sem höfðu trú á því að liðið gæti bjargað sér frá umspilinu. Norðanmenn girtu sig aftur á móti í brók og tóku á mikinn sprett í þriðju umferðinni. Það vann þrjá leiki og gerði tvö jafntefli í síðustu sex leikjum sínum á meðan önnur lið í kringum það hrundu. „Þótt að það hafi ekki verið þú þá voru nokkrir sem voru að halda því fram að við værum að fara að enda í sjöunda sæti og þess vegna er maður alveg hrikalega stoltur af þessum lokaspretti. Við tókum einhverja átta af tíu held ég. Við fórum í Fjörðinn og tókum tvö stig og erum bara mjög stoltir með liðið og endirinn. Það kom bara í ljós að við erum ekkert með verri lið en hinir,“ sagði Heimir. Heimir þakkar brotthvarfi Vladimir Zejaks fyrir góðan árangur liðsins á seinni hluta mótsins en hann stóð svo sannarlega ekki undir væntingum. „Við ætluðum náttúrulega að byggja liðið í kringum þennan útlending sem kom. Hann stóð svo ekki undir væntingum. Eftir að hann fór þá var bara allt upp á við og við erum bara hrikalega ánægðir með þetta, ótrúlega stoltir af okkar liði.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-23 | Norðanmenn tryggðu sæti sitt Akureyri verður áfram í Olís-deildinni í handbolta eftir sigur á Akureyri í kvöld en önnur úrslit féllu með liðinu. 14. apríl 2014 17:48 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-23 | Norðanmenn tryggðu sæti sitt Akureyri verður áfram í Olís-deildinni í handbolta eftir sigur á Akureyri í kvöld en önnur úrslit féllu með liðinu. 14. apríl 2014 17:48