Fótbolti

Einn skurður í viðbót hefur engin áhrif á þennan tígur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Costa liggur hér sárþjáður í grasinu.
Diego Costa liggur hér sárþjáður í grasinu. Vísir/Getty
Diego Simeone, þjálfari spænska liðsins Atletico Madrid, var fljótur að róa áhyggjufulla stuðningsmenn félagsins eftir að framherjinn Diego Costa meiddist í 2-0 sigri á Getafe í gær.

Diego Costa lenti á stönginni í leiknum og meiðslin litu ekki alltof vel út fyrir þennan frábæra framherja sem hefur skorað 35 mörk í 45 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Diego Costa fór af velli á börum og einhverjir voru farnir að hafa áhyggjur af því að hann gæti ekki spilað á móti Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

„Við höfðum heppnina með okkur og Diego Costa fékk aðeins skurð eftir að hafa lent á stönginni," sagði í yfirlýsingu Atletico á twitter.

Diego Simeone var líka létt á blaðamannafundi eftir leikinn. „Hann er ánægður og honum líður vel. Einn skurður í viðbót hefur engin áhrif á þennan tígur," sagði Diego Simeone.



Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×