Íslandsmótinu í sundi lokið 13. apríl 2014 19:45 Frá mótinu í dag. vísir/valli Fínn árangur náðist á Íslandsmótinu í sundi í 50 metra laug um helgina. Alls féllu níu Íslandsmet og ellefu aldursflokkamet á mótinu. Í 1500 metra skriðsundi kvenna féllu tvö aldursflokkamet. Sunneva Dögg Friðriksdóttir ÍRB sigraði á tímanum 17:37,37 mínútum sem er bæting á níu ára gömlu stúlknameti Auðar Sifjar Jónsdóttur - 17:44,70. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir ÍRB hafnaði í öðru sæti á tímanum 17:48,38 sem er bæting á telpnameti Sunnevu Daggar - 18:08,04. Þá kláraði A-sveit SH karla daginn á Íslandsmeti í 4x100 metra fjórsundi þegar þeir syntu á 3:55,08 mínútum og bættu þar með gamla metið - 3:56,95 - sem einnig var í eigu SH. Það met var sett fyrir þrem árum. Eftir skemmtilegt og gott mót er gaman að gefa nokkur auka verðlaun en á ÍM50 eru gefnir fjórir bikarar fyrir árangur á mótinu og síðastliðið ár. Sigurðarbikarinn hlýtur sá sem skorar hæst á ÍM50 í bringusundi samkvæmt opinberri stigatöflu Alþjóðlega Sundsambandsins (FINA). Í þetta skiptið hreppir Hrafnhildur Lúthersdóttir þessi verðlaun fyrir Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi á mótinu. Kolbrúnarbikarinn hlýtur sú kona sem á stigahæsta sundið samkvæmt töflu FINA á milli ÍM50 móta. Eygló Ósk Gústafsdóttir tekur þessi verðlaun fyrir Íslandsmetasundið sitt í 200 metra baksundi fyrir um tveim vikum í Danmörku. Pétursbikarinn hlýtur sá karl sem á stigahæsta sund, skv. Töflu FINA, á milli ÍM50 móta. Anton Sveinn McKee tekur þessi verðlaun fyrir 200 metra bringusundið sem hann synti í Barcelona í byrjun ágúst á síðasta ári. Að lokum er það Ásgeirsbikarinn, einnig kallaður Forsetabikarinn, en hann er veittur af forseta Íslands, til minningar um Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi forseta Íslands, til þess einstaklings sem á besta afrek á ÍM50 hverju sinni. Eygló Ósk Gústafsdóttir hreppir bikarinn fyrir tímann sinn í 100 metra baksundi þegar hún tók fyrsta sprett í boðsundi og jafnaði Íslandsmetið sitt sem hún setti í Danmörku fyrir rúmu ári síðan. Innlendar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Fínn árangur náðist á Íslandsmótinu í sundi í 50 metra laug um helgina. Alls féllu níu Íslandsmet og ellefu aldursflokkamet á mótinu. Í 1500 metra skriðsundi kvenna féllu tvö aldursflokkamet. Sunneva Dögg Friðriksdóttir ÍRB sigraði á tímanum 17:37,37 mínútum sem er bæting á níu ára gömlu stúlknameti Auðar Sifjar Jónsdóttur - 17:44,70. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir ÍRB hafnaði í öðru sæti á tímanum 17:48,38 sem er bæting á telpnameti Sunnevu Daggar - 18:08,04. Þá kláraði A-sveit SH karla daginn á Íslandsmeti í 4x100 metra fjórsundi þegar þeir syntu á 3:55,08 mínútum og bættu þar með gamla metið - 3:56,95 - sem einnig var í eigu SH. Það met var sett fyrir þrem árum. Eftir skemmtilegt og gott mót er gaman að gefa nokkur auka verðlaun en á ÍM50 eru gefnir fjórir bikarar fyrir árangur á mótinu og síðastliðið ár. Sigurðarbikarinn hlýtur sá sem skorar hæst á ÍM50 í bringusundi samkvæmt opinberri stigatöflu Alþjóðlega Sundsambandsins (FINA). Í þetta skiptið hreppir Hrafnhildur Lúthersdóttir þessi verðlaun fyrir Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi á mótinu. Kolbrúnarbikarinn hlýtur sú kona sem á stigahæsta sundið samkvæmt töflu FINA á milli ÍM50 móta. Eygló Ósk Gústafsdóttir tekur þessi verðlaun fyrir Íslandsmetasundið sitt í 200 metra baksundi fyrir um tveim vikum í Danmörku. Pétursbikarinn hlýtur sá karl sem á stigahæsta sund, skv. Töflu FINA, á milli ÍM50 móta. Anton Sveinn McKee tekur þessi verðlaun fyrir 200 metra bringusundið sem hann synti í Barcelona í byrjun ágúst á síðasta ári. Að lokum er það Ásgeirsbikarinn, einnig kallaður Forsetabikarinn, en hann er veittur af forseta Íslands, til minningar um Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi forseta Íslands, til þess einstaklings sem á besta afrek á ÍM50 hverju sinni. Eygló Ósk Gústafsdóttir hreppir bikarinn fyrir tímann sinn í 100 metra baksundi þegar hún tók fyrsta sprett í boðsundi og jafnaði Íslandsmetið sitt sem hún setti í Danmörku fyrir rúmu ári síðan.
Innlendar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira