Fótbolti

Barcelona að kasta frá sér spænska meistaratitlinum

Lionel Messi í leiknum í kvöld og allt annað en kátur.
Lionel Messi í leiknum í kvöld og allt annað en kátur. vísir/getty
Barcelona er heldur betur að gefa eftir þessa dagana og martraðarvika þeirra var fullkomnuð í kvöld.

Liðið féll úr leik í Meistaradeildinni í vikunni er liðið tapaði gegn Atletico Madrid. Nú eru Börsungar líklega búnir að kasta frá sér spænska meistaratitlinum eftir óvænt 1-0 tap gegn Granada sem er í botnbaráttu.

Barcelona hefur nú ekki skorað í tveim leikjum í röð en það gerðist síðast árið 2008. Liðið var með boltann 86 prósent tímans sem er lyginni líkast. Ekkert lið í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar hefur haft boltann eins mikið.

Barcelona er nú stigi á eftir toppliði Atletico og er þess utan búið að leika einum leik meira. Atletico getur því náð fjögurra stiga forskoti á Barcelona á morgun.

Real Madrid getur svo skotist upp í annað sæti deildarinnar síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×