Fótbolti

Courtois má spila með Atlético á móti Chelsea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Thibaut Courtois.
Thibaut Courtois. Vísir/Getty
Thibaut Courtois, markvörður Atlético Madrid, má spila með liðinu á móti Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en öðru hefur verið haldið fram í fjölmiðlum undanfarna tvo daga.

Sagt var að Atlético þyrfti að reiða fram 930 milljónir íslenskra króna fyrir að láta belgíska landsliðsmarkvörðinn spila leikina en Courtois er samningsbundinn á Chelsea. Hann hefur aftur á móti verið á láni hjá Atlético undanfarin þrjú tímabil.

„Þetta er mjög einfalt. Thibaut má spila á móti Chelsea,“ sagði RonGourlay, framkvæmdastjóri Chelsea, í dag.

Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir Atlético enda Courtois búinn að stimpla sig inn sem einn af bestu markvörðum heims þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×