Fótbolti

Fyrrum forseti Valencia ætlaði að ræna núverandi forseta félagsins

Soler með Fernando Morientes og Asier del Horno er hann  var forseti Valencia.
Soler með Fernando Morientes og Asier del Horno er hann var forseti Valencia. vísir/getty
Juan Soler, fyrrum forseti spænska knattspyrnuliðsins Valencia, er ekki í góðum málum þessa dagana.

Hann hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um að ræna eftirmanni hans hjá félaginu, Vicente Soriano.

Lítill vinskapur hefur verið með þeim síðan árið 2008 er Soriano hætti við að kaupa bréf af Soler í félaginu. Það gerði hann á elleftu stundu og í fyrra var málið klárað fyrir dómi. Soriano var þá skipað að greiða Soler 39 milljónir evra.

Soriano hefur aftur á móti ekki greitt Soler peninginn. Soler greip því til örþrifaráða og réði menn til þess að ræna Soriano. Hann ætlaði síðan að beita ýmsum aðferðum til þess að fá peninginn frá honum.

Þetta mál á eftir að fá mikla athygli á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×