Upp skíðabrekku á kappakstursbíl Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2014 08:45 Jon Olsson er þekktur meðal bílaáhugmanna auk þess að vera margverðlaunaður Freestyle skíðamaður. Hann hefur í seinni tíð skapað sér frægð fyrir akstur hinna ýmsu gæðabíla á snævi þöktu undirlagi í heimlandi sínu, Svíþjóð. Hann hefur við þær aðstæður aðallega ekið Audi og Lamborghini bílum og einhverra hluta vegna er hann þá ávallt með Red Bull derhúfu. Hér í þessu myndskeiði ekur hann hinsvegar Rebellion R2K bíl sem er 600 hestöfl upp skíðabrekku, en það er harla óvenjulegt að sjá slíkan kappakstursbíl glíma við snjó, hvað þó að fara upp skíðabrekku. Honum gengur það reyndar ágætlega enda brautin vel þjöppuð og bíllinn á grófum vetrardekkjum. Það eru líklega aldrei leiðinlegir dagar hjá hinum sænska Jon Olsson. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent
Jon Olsson er þekktur meðal bílaáhugmanna auk þess að vera margverðlaunaður Freestyle skíðamaður. Hann hefur í seinni tíð skapað sér frægð fyrir akstur hinna ýmsu gæðabíla á snævi þöktu undirlagi í heimlandi sínu, Svíþjóð. Hann hefur við þær aðstæður aðallega ekið Audi og Lamborghini bílum og einhverra hluta vegna er hann þá ávallt með Red Bull derhúfu. Hér í þessu myndskeiði ekur hann hinsvegar Rebellion R2K bíl sem er 600 hestöfl upp skíðabrekku, en það er harla óvenjulegt að sjá slíkan kappakstursbíl glíma við snjó, hvað þó að fara upp skíðabrekku. Honum gengur það reyndar ágætlega enda brautin vel þjöppuð og bíllinn á grófum vetrardekkjum. Það eru líklega aldrei leiðinlegir dagar hjá hinum sænska Jon Olsson.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent