Helga María Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í alpagreinakonum sem keppti á Ólympíuleikunum í Sotsjí í febrúar, hafnaði í 8. sæti á svigmóti í Hemsedal í Noregi í dag.
Fyrir árangurinn fékk Helga María 37,76 FIS-punkta sem er hennar þriðji besti árangur á ferlinum en hún gerði enn betur á öðru svigmóti í Ål í gær.
Þar hafnaði Helga María einnig í 8. sæti en hún fékk fyrir það 32,42 FIS-punkta sem er besti árangur hennar frá upphafi.
Þessi efnilega skíðakona á nú eftir að lækka nokkuð í punktum og verður fróðlegt að sjá hvar hún stendur á næsta heimslista.
Helga María í miklu stuði á tveimur svigmótum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
