Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem er á sínu fyrsta ári í háskóla í Bandaríkjunum og spilar fyrir Fresno State háskólann, gerði sér lítið fyrir og sigraði á Mountain West Conference Meistaramótinu.
Guðrún leiddi mótið alla þrjá dagana og lék lokadaginn á 76 höggum sem dugði til sigurs með einu höggi á 218 höggum í heildina. Frábær árangur hjá Guðrúnu sem spilar annars fyrir Golfklúbbinn Keili á Íslandi.
Guðrún Brá vann Mountain West Conference Meistaramótið
BVB skrifar
