Internazionale og Napoli gerðu markalaust jafntefli í stórleik helgarinnar í ítalska boltanum.
Leikurinn var í daufara lagi, en Gökhan Inler, miðjumaður Napoli, komst næst því að skora þegar skot hans small í stönginni á 82. mínútu. Með sigri hefði Napoli tryggt sér þriðja sæti deildarinnar og um leið geirneglt sæti í Meistaradeild Evrópu að ári.
Napoli er þó enn í góðri stöðu, en liðið er með 69 stig í þriðja sætinu, átta stigum á undan Fiorentina - sem sigraði Bologna með þremur mörkum gegn engu á útivelli í fyrri leik dagsins - þegar þremur umferðum er ólokið í deildinni.
Napoli varð fyrir áfalli undir lok leiksins þegar argentínski framherjinn Gonzalo Higuain var borinn af velli vegna meiðsla á ökkla.
Sex leikir fara fram í ítölsku úrvalsdeildinni á morgun.
Markalaust hjá Inter og Napoli
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti


Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
