Leita enn að nýjum oddvita Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. apríl 2014 21:08 Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. Varaformaður flokksins hefur áhyggjur af stöðu mála í Reykjavík.Kynna átti Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem oddvita framsóknarmanna í Reykjavík í dag fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Guðni hafði fengið umboð til að taka efsta sæti á lista en hætti við á síðustu stundu. Í tilkynningu sem Guðni sendi frá sér í dag segist hann hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína. Guðni vildi ekki tjá sig frekar um málið í dag.Vika langur tími í pólitík Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavík, sagði í samtali við Rúv í dag að framboðslisti framsóknarmanna í Reykjavík væri tilbúinn. Annað hljóð var komið í Þóri síðdegis í dag þegar fréttastofa Stöðvar 2 náði tali af honum. Þá sagði hann leit að oddvita enn standa yfir. "Þetta kom svolítið óvænt upp á með Guðna. Nú mun stjórn kjördæmasambandsins nýta tímann til að fara yfir stöðuna. Það hefur verið ákveðið að fresta aukakjördæmaþingi til þriðjudags og þá verður nýr oddviti kynntur," segir Þórir Ingþórsson. Þrjá vikur eru síðan að Óskar Bergsson hætti við framboð og enn hefur ekki tekist að finna nýjan oddvita. Fréttastofa ræddi við nokkra framsóknarmenn í dag og ríki mikil óvissa um hver muni leiða flokkinn. 36 dagar eru til kosninga velta margir fyrir sér hvort að tíminn sé að renna út hjá framsóknarmönnum. "Vika er langur tími í pólitík. Það er rúmur mánuður til kosninga og við munum klára okkar mál fyrir næsta þriðjudag," ítrekar Þórir.Horfa til úthverfanna Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Guðni hefði verið mjög góður kostur fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Óvissa í framboði flokksins í Reykjavík sé áhyggjuefni. "Auðvitað eru það vonbrigði að Guðni Ágústsson hafi farið frá. Menn bundu miklar vonir við hann. Það eru engu að síður frambjóðendur sem eru líklegir og málið verður væntanlega klárað á næstu dögum," segir Sigurður Ingi. Framsóknarmenn hafi enn tækifæri til að bæta hlutskipti sitt í borginni. "Ég minni á það að það eru ansi margir sem búa í 101 sem eru í framboði í Reykjavík. Það er lítið um úthverfafólk. Ég held að það væri klókt til að horfa til Reykjavíkur allrar alveg eins og horfa þarf til landsins alls." Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Sjá meira
Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. Varaformaður flokksins hefur áhyggjur af stöðu mála í Reykjavík.Kynna átti Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem oddvita framsóknarmanna í Reykjavík í dag fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Guðni hafði fengið umboð til að taka efsta sæti á lista en hætti við á síðustu stundu. Í tilkynningu sem Guðni sendi frá sér í dag segist hann hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína. Guðni vildi ekki tjá sig frekar um málið í dag.Vika langur tími í pólitík Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavík, sagði í samtali við Rúv í dag að framboðslisti framsóknarmanna í Reykjavík væri tilbúinn. Annað hljóð var komið í Þóri síðdegis í dag þegar fréttastofa Stöðvar 2 náði tali af honum. Þá sagði hann leit að oddvita enn standa yfir. "Þetta kom svolítið óvænt upp á með Guðna. Nú mun stjórn kjördæmasambandsins nýta tímann til að fara yfir stöðuna. Það hefur verið ákveðið að fresta aukakjördæmaþingi til þriðjudags og þá verður nýr oddviti kynntur," segir Þórir Ingþórsson. Þrjá vikur eru síðan að Óskar Bergsson hætti við framboð og enn hefur ekki tekist að finna nýjan oddvita. Fréttastofa ræddi við nokkra framsóknarmenn í dag og ríki mikil óvissa um hver muni leiða flokkinn. 36 dagar eru til kosninga velta margir fyrir sér hvort að tíminn sé að renna út hjá framsóknarmönnum. "Vika er langur tími í pólitík. Það er rúmur mánuður til kosninga og við munum klára okkar mál fyrir næsta þriðjudag," ítrekar Þórir.Horfa til úthverfanna Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Guðni hefði verið mjög góður kostur fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Óvissa í framboði flokksins í Reykjavík sé áhyggjuefni. "Auðvitað eru það vonbrigði að Guðni Ágústsson hafi farið frá. Menn bundu miklar vonir við hann. Það eru engu að síður frambjóðendur sem eru líklegir og málið verður væntanlega klárað á næstu dögum," segir Sigurður Ingi. Framsóknarmenn hafi enn tækifæri til að bæta hlutskipti sitt í borginni. "Ég minni á það að það eru ansi margir sem búa í 101 sem eru í framboði í Reykjavík. Það er lítið um úthverfafólk. Ég held að það væri klókt til að horfa til Reykjavíkur allrar alveg eins og horfa þarf til landsins alls."
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Sjá meira