Það er ennþá líf í Kleifarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 23. apríl 2014 20:01 Veiðin í Kleifarvatni var afar slök í fyrra, í það minnsta voru ansi fáar fréttirnar sem bárust frá bökkum vatnsins í fyrra. Það skildi þó ekki vera að vatnið væri að taka við sér? Veiðimenn sem voru við vatnið fyrir 3 dögum síðan náðu fjórum fiskum á land og allt stórfiskar. Stærðinar voru 4,5,7 og 8 punda! Allt veiddist þetta á maðk og við sandfjöruna í norðurenda vatnsins. Nokkuð líf var á svæðinu en veiðiaðferðin minnir helst á það sem tíðkast í Veiðivötnum þar sem beitu er kastað út í vatnið og látið liggja í smá stund, síðan fært til og þannig þangað til svæðið telst skannað. Það hefur verioð af því látið að vatnið hafi eyðilagst þegar vatnsstaðan hrundi fyrir fáum árum en þrátt fyrir allt tal um ónýtt vatn virðist þó ennþá vera líf í því. Stangveiði Mest lesið Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Laxá í Ásum skiptir um hendur Veiði Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði
Veiðin í Kleifarvatni var afar slök í fyrra, í það minnsta voru ansi fáar fréttirnar sem bárust frá bökkum vatnsins í fyrra. Það skildi þó ekki vera að vatnið væri að taka við sér? Veiðimenn sem voru við vatnið fyrir 3 dögum síðan náðu fjórum fiskum á land og allt stórfiskar. Stærðinar voru 4,5,7 og 8 punda! Allt veiddist þetta á maðk og við sandfjöruna í norðurenda vatnsins. Nokkuð líf var á svæðinu en veiðiaðferðin minnir helst á það sem tíðkast í Veiðivötnum þar sem beitu er kastað út í vatnið og látið liggja í smá stund, síðan fært til og þannig þangað til svæðið telst skannað. Það hefur verioð af því látið að vatnið hafi eyðilagst þegar vatnsstaðan hrundi fyrir fáum árum en þrátt fyrir allt tal um ónýtt vatn virðist þó ennþá vera líf í því.
Stangveiði Mest lesið Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Laxá í Ásum skiptir um hendur Veiði Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði