Formúla 1

Bjartsýni ríkir hjá McLaren

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Eric Boullier keppnisstjóri McLaren er bjartsýnn
Eric Boullier keppnisstjóri McLaren er bjartsýnn Vísir/Getty
McLaren-liðið hefur ekki of miklar áhyggjur af slöku gengi í kínverska kappakstrinum. Hvorki Jenson ButtonKevin Magnussen náðu í stig. Liðið er öruggt í vissu sinni um að miklar framfarir séu framundan.

„Ég veit hvað er að gerast (í verksmiðjunni), svo ég veit að við erum að ná hröðum framförum,“ sagði Eric Boullier keppnisstjóri McLaren.

Boullier er vongóður um að uppfærslurnar verði tilbúnar fyrir Spánarkappaksturinn. Sumar þessara breytinga tekur langan tíma að þróa og fullvinna.

„Ég vona að þær komi fyrr en seinna. Í vindgöngunum höfum við þegar séð miklar framfarir,“ sagði Boullier.

Hann segir að framfarirnar sem sést hafa í vindgöngunum dugi hiklaust til að ná Red Bull liðinu.

„Það er öruggt vegna þess að við vitum heima í verksmiðjunni hvað er að fara að gerast í næstu þremur eða fjórum keppnum,“ sagði Boullier.

Nú er að koma að Evrópuhluta tímabilsins. Liðin eru flest með bækistöðvar í Bretlandi eða á meginlandi Evrópu. Það verður því auðveldara fyrir þau að koma uppfærslunum í keppnirnar sem eru nær heimahögunum.


Tengdar fréttir

Boullier: Það er hægt að ná Mercedes

Hinn franski keppnisstjóri McLaren, Eric Boullier segist ekki efast um að það sé hægt að ná Mercedes liðinu. Hann telur að brúa megi bilið þó það gæti tekið talsverðan tíma.

Dennis: McLaren verður að vinna á árinu

Liðsstjóri McLaren, Ron Dennis segir að lið hans verði að standa uppi með að minnsta kosti einn sigur eftir tímabilið. Þrátt fyrir algjöra yfirburði Mercedes hingað til.

Fyrirsjáanlegar framfarir hjá Lotus

Tæknistjóri Lotus, Nick Chester trúir því að liðið muni fara að ná í stig aftur reglulega. Liðið hefur átt afar erfitt uppdráttar á tímabilinu og er enn stigalaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×