Tímatökurnar áttu að fara fram í gærkvöldi en var frestað vegna veðurs. Úrhellisrigning hefur verið og brautin rennblaut, en var metin nógu örugg til aksturs í morgun svo tímatakan gat farið fram.
Franco Colapinto hjá Williams, Carlos Sainz hjá Ferrari, Lanco Stroll og Fernando Alonso hjá Aston Martin og Alexander Albon hjá Williams klesstu allir bíla sína.
Ólíklegt þykir að sá síðastnefndi geti tekið þátt í kappakstrinum.


Keppninni var flýtt um tvo tíma vegna veðurofsa sem á að skella á aftur í kvöld. Búast má þó við töluverðri rigningu í dag og rennblautri braut þegar keppnin hefst klukkan 15:30 í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Rásröð Brasilíu kappakstursins:
- Lando Norris - McLaren
- George Russel - Mercedes
- Yuki Tsunoda - RB
- Esteban Ocon - Alpine
- Liam Lawson - RB
- Charles Leclerc - Ferrari
- Alex Albon - Williams
- Oscar Piastri - McLaren
- Fernando Alonso - Aston Martin
- Lance Stroll - Aston Martin
- Valteri Bottas - Sauber
- Sergio Perez - Red Bull
- Carlos Sainz - Ferrari
- Pierre Gasly - Renault
- Lewis Hamilton - Mercedes
- Oliver Bearman - Haas
- Max Verstappen - Red Bull
- Franco Colapinto - Williams
- Nico Hulkenber - Haas
- Guanyu Zhou - Sauber