Verstappen fékk tvær tíu sekúndna refsingar í mexíkanska kappakstrinum í gær eftir einvígi hans og Norris á sama hringnum.
Norris endaði í öðru sæti á eftir Carlos Sainz. Verstappen endaði sjötti.
Norris var mjög ósáttur í talstöðvarkerfi liðsins eftir þennan hring. Verstappen þvingaði Norris til að keyra út úr brautinni.
Lando Norris is once again not happy with Max Verstappen 😬#MexicoGP pic.twitter.com/x55akKKL4z
— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2024
„Ég var á undan allan tímann í beygjunni. Þetta gæi er hættulegur. Ég varð að forðast áreksturinn,“ sagði Norris um atvikið.
Norris var að reyna að komast fram úr heimsmeistaranum sem gerði allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir það. Refsingarnar staðfestu að Verstappen skapaði hættu í brautinni með akstri sínum.
Verstappen sjálfur var mjög ósáttur með að fá refsinguna og fannst hann ekki gera neitt rangt. Hans fólk fannst Norris líka komast upp með það sama.
Forskot Verstappen fór úr 57 stigum niður í 47 stig eftir þessi úrslit.
Nú eru fjórar keppnir eftir og smá spenna komin í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Verstappen vann sjö af fyrstu tíu keppnunum og náði yfirburðarforystu. Hann hefur hins vegar ekki unnið kappakstur síðan.
Norris þarf samt að vinna upp tólf stig á Verstappen í hverri keppni til að vinna heimsmeistaratitilinn.
Næsta keppni fer fram í í Brasilíu en tímabilið endar með keppnum í Las Vegas, Katar og Abú Dabí.
Early drama in Mexico City! ⚠️
— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) October 27, 2024
Max Verstappen is given TWO ten-second time penalties for his clash with Lando Norris 😲 pic.twitter.com/7rTIOo97LN
Lando Norris cuts Max Verstappen’s championship lead to 47 points 👀
— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2024
Can he catch him?#MexicoGP pic.twitter.com/21687AYMLo