Fótbolti

Steindautt jafntefli hjá Atletico og Chelsea

Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/afp
Það er allt galopið fyrir seinni leik Atletico Madrid og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir að liðin gerðu markalaust jafntefli á Spáni í kvöld.

Það voru aðeins tæpar fimmtán mínútur liðnar af leiknum þegar Petr Cech, markvörður Chelsea, meiddist eftir átök í hornspyrnu.

Hann lenti illa á olnboganum og hinn 41 árs gamli Mark Schwarzer kom af bekknum í hans stað. Hann varð um leið elsti maður sögunnar til þess að leika í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Chelsea varðist vel í hálfleiknum og gaf afar fá færi á sér. Að sama skapi fór lítið fyrir sóknarleiknum hjá gestunum. Markalaust í leikhléi.

Chelsea datt jafnvel enn aftar í síðari hálfleik og sem fyrr gekk Atletico hörmulega að skapa sér almennileg marktækifæri.

Gestirnir urðu fyrir áfalli er Jonh Terry meiddist og varð að fara af velli. Án hans hélt vörnin samt vel.

Chelsea-mennirnir Frank Lampard og John Obi Mikel sem og Gabi hjá Atletico verða í banni í seinni leiknum eftir að hafa fengið gult spjald í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×