Fyrrum kylfingur á PGA-mótaröðinni og þekktur lýsandi á Golf Channel, Notah Begay, fékk hjartaáfall í síðustu viku en læknar búast við því að hann muni ná sér að fullu. Begay er einn besti vinur Tiger Woods en hann vann á sínum tíma fjögur mót á PGA-mótaröðinni.
Ferill hans hefur þó verið plagaður af meiðslum og eftir nokkur erfið ár lagði hann kylfurnar á hilluna árið 2012, 39 ára gamall. Síðan þá hefur hann starfað fyrir Golf Channel við mjög góðan orðstír sem lýsandi úti á velli. Þá er hann einnig þekktur fyrir að vera einn þeirra fáu kylfinga sem hafa leikið á undir 60 höggum í atvinnumannamóti en það gerði hann árið 1998 á móti á Nike-mótaröðinni.
„Ég býst við að ná fullum bata og er þessa stundina heppinn að vera umkringdur fjölskyldu minni og vinum,“ sagði Begay í tilkynningu í gær. „Mig langar til að þakka öllum fyrir heillaóskirnar sem ég hef fengið eftir að þetta fréttist, stuðningurinn sem ég hef fengið er ómetanlegur.“
Notah Begay fékk hjartaáfall

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti
