Golf

Notah Begay fékk hjartaáfall

Notah Begay og Tiger Woods árið 2002.
Notah Begay og Tiger Woods árið 2002. Getty
Fyrrum kylfingur á PGA-mótaröðinni og þekktur lýsandi á Golf Channel, Notah Begay, fékk hjartaáfall í síðustu viku en læknar búast við því að hann muni ná sér að fullu. Begay er einn besti vinur Tiger Woods en hann vann á sínum tíma fjögur mót á PGA-mótaröðinni.

Ferill hans hefur þó verið plagaður af meiðslum og eftir nokkur erfið ár lagði hann kylfurnar á hilluna árið 2012, 39 ára gamall. Síðan þá hefur hann starfað fyrir Golf Channel við mjög góðan orðstír sem lýsandi úti á velli. Þá er hann einnig þekktur fyrir að vera einn þeirra fáu kylfinga sem hafa leikið á undir 60 höggum í atvinnumannamóti en það gerði hann árið 1998 á móti á Nike-mótaröðinni.

„Ég býst við að ná fullum bata og er þessa stundina heppinn að vera umkringdur fjölskyldu minni og vinum,“ sagði Begay í tilkynningu í gær. „Mig langar til að þakka öllum fyrir heillaóskirnar sem ég hef fengið eftir að þetta fréttist, stuðningurinn sem ég hef fengið er ómetanlegur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×