Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins 9. maí 2014 16:27 Jórunn Einarsdóttir leiðir lista Eyjalistans Jórunn Einarsdóttir er nýr oddviti Eyjalistans. Framboðið er sameinað framboð Framsóknarflokksins og Vestmannaeyjalistans sem buðu fram sitt í hvoru lagi árið 2010. Þá fengu Sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Um framboðið segir Jórunn: „Við erum alls staðar að, frá miðju til vinstri. Við erum óháð, erum björt framtíð, erum vinstri græn, erum framsókn, og samfylkingin, aðrir eru óháðir. Pólitíska litrófið er mikið og spannar vítt svið. Markmið okkar er að ná hreinum meirihluta í þessum kosningum og fella meirihluta Sjálfstæðismanna, ég tel að staðan sé þannig í bænum í dag að það sé mögulegt. Líklega verða bara tvö framboð í boði fyrir kjósendur í bænum.“ „Vestmannaeyjar eru samfélag sem eru að kljást við ríkið um stærstu málin. Kosningarnar munu snúast um heilbrigðis- og samgöngumál,“ segir Jórunn. „Það er alveg ljóst að meirihluti Sjálfstæðismanna hefur ekki nýtt sér það tækifæri að vera með sinn mann sem ráðherra samgöngu og heilbrigðismála. Staða málaflokkanna er í lausu lofti og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, sérstaklega í heilbrigðismálum. Þögnin er pínleg í þeim efnum“ segir Jórunn. „Íbúarnir, og ekki síst starfsmenn sjúkrahússins þurfa að fá að vita hvað verður, hvers konar stofnun hyggt ríkið reka hér í Vestmannaeyjum.“ Þegar Jórunn er spurð hvort hún sé bæjarstjóraefni flokksins segir hún að framboðið hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvert bæjarstjóraefni listans sé. „Við viljum ekki taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir kosningar, höfum ekki gefið út bæjarstjóraefnið en ýmsar hugmyndir hafa verið uppi. Við höfum skoðað það að ráða faglegan bæjarstjóra til að mynda. Við í Eyjalistanum viljum að málefnin verði ofan á í kosningabaráttunni. Við viljum ekki að kosningabaráttan fari að snúast um tvo einstaklinga.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Jórunn Einarsdóttir er nýr oddviti Eyjalistans. Framboðið er sameinað framboð Framsóknarflokksins og Vestmannaeyjalistans sem buðu fram sitt í hvoru lagi árið 2010. Þá fengu Sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Um framboðið segir Jórunn: „Við erum alls staðar að, frá miðju til vinstri. Við erum óháð, erum björt framtíð, erum vinstri græn, erum framsókn, og samfylkingin, aðrir eru óháðir. Pólitíska litrófið er mikið og spannar vítt svið. Markmið okkar er að ná hreinum meirihluta í þessum kosningum og fella meirihluta Sjálfstæðismanna, ég tel að staðan sé þannig í bænum í dag að það sé mögulegt. Líklega verða bara tvö framboð í boði fyrir kjósendur í bænum.“ „Vestmannaeyjar eru samfélag sem eru að kljást við ríkið um stærstu málin. Kosningarnar munu snúast um heilbrigðis- og samgöngumál,“ segir Jórunn. „Það er alveg ljóst að meirihluti Sjálfstæðismanna hefur ekki nýtt sér það tækifæri að vera með sinn mann sem ráðherra samgöngu og heilbrigðismála. Staða málaflokkanna er í lausu lofti og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, sérstaklega í heilbrigðismálum. Þögnin er pínleg í þeim efnum“ segir Jórunn. „Íbúarnir, og ekki síst starfsmenn sjúkrahússins þurfa að fá að vita hvað verður, hvers konar stofnun hyggt ríkið reka hér í Vestmannaeyjum.“ Þegar Jórunn er spurð hvort hún sé bæjarstjóraefni flokksins segir hún að framboðið hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvert bæjarstjóraefni listans sé. „Við viljum ekki taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir kosningar, höfum ekki gefið út bæjarstjóraefnið en ýmsar hugmyndir hafa verið uppi. Við höfum skoðað það að ráða faglegan bæjarstjóra til að mynda. Við í Eyjalistanum viljum að málefnin verði ofan á í kosningabaráttunni. Við viljum ekki að kosningabaráttan fari að snúast um tvo einstaklinga.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira