Stjörnufans á fyrsta Demantamóti ársins í Doha Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2014 10:15 Shelly-Ann Fraser-Pryce er fljótasta kona heims. Vísir/Getty Níu fyrrverandi og núverandi heims- og Ólympíumeistarar verða á meðal keppenda á fyrsta Demantamóti ársins í frjálsíþróttum þegar mótaröðin fer af stað í Doha í Katar í dag. Demantamótin eru flottustu einstöku frjálsíþróttamót hvers árs þar sem aðeins þeim bestu er boðið en alls verða 14 mót í ár. Veislan hefst í Doha í dag en síðasta mótið verður í Brussel 5. september. Mótafyrirkomulagið er þannig að þrír efstu keppendurnir í hverri grein fá stig og þau eru svo tvöfölduð á lokamótinu. Sá íþróttamaður sem fær flest stig í hverri grein stendur uppi sem sigurvegari. Einfalt.Shelly-Ann Fraser-Pryce, jamaíska spretthlaupadrottningin, mætir til leiks í dag og keppir í 100 metra hlaupi en hún vann 100 og 200 metra hlaupin á HM í Mosvku í fyrra auk þess að vera hluti af jamaísku boðhlaupssveitinni sem vann 4x100 metra hlaupið. Þá er hún einnig ríkjandi Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi.Asbel Kiprop, heimsmeistari í 1.500 metra hlaupi, verður einnig í Doha í dag og sömu sögu má segja um nýsjálenska kúluvarparann ValerieAdams sem komist hefur í úrslit á 46 mótum í röð. Adams er besta kúluvarpskona heims í dag og er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Keppni í hástökki karla hefur sjaldan ef aldrei verið jafnspennandi og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors upp á 2,45 metra verði slegið.Mutaz Essa Barshim frá Barein, sem varð heimsmeistari innanhúss í Sopot fyrr á árinu, gerir sig líklegan til að bæta metið en hann á best 2,40 metra líkt og Kanadamaðurinn Derek Drouin. Þeir verða báðir á meðal keppenda í kvöld sem og rússneski Ólympíumeistarinn Ivan Ukhov.Fyrsta Demantamótið hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Asbel Kiprop frá Kenía.Vísir/GettyValerie Adams.Vísir/GettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov.Vísir/Getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Sjá meira
Níu fyrrverandi og núverandi heims- og Ólympíumeistarar verða á meðal keppenda á fyrsta Demantamóti ársins í frjálsíþróttum þegar mótaröðin fer af stað í Doha í Katar í dag. Demantamótin eru flottustu einstöku frjálsíþróttamót hvers árs þar sem aðeins þeim bestu er boðið en alls verða 14 mót í ár. Veislan hefst í Doha í dag en síðasta mótið verður í Brussel 5. september. Mótafyrirkomulagið er þannig að þrír efstu keppendurnir í hverri grein fá stig og þau eru svo tvöfölduð á lokamótinu. Sá íþróttamaður sem fær flest stig í hverri grein stendur uppi sem sigurvegari. Einfalt.Shelly-Ann Fraser-Pryce, jamaíska spretthlaupadrottningin, mætir til leiks í dag og keppir í 100 metra hlaupi en hún vann 100 og 200 metra hlaupin á HM í Mosvku í fyrra auk þess að vera hluti af jamaísku boðhlaupssveitinni sem vann 4x100 metra hlaupið. Þá er hún einnig ríkjandi Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi.Asbel Kiprop, heimsmeistari í 1.500 metra hlaupi, verður einnig í Doha í dag og sömu sögu má segja um nýsjálenska kúluvarparann ValerieAdams sem komist hefur í úrslit á 46 mótum í röð. Adams er besta kúluvarpskona heims í dag og er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Keppni í hástökki karla hefur sjaldan ef aldrei verið jafnspennandi og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors upp á 2,45 metra verði slegið.Mutaz Essa Barshim frá Barein, sem varð heimsmeistari innanhúss í Sopot fyrr á árinu, gerir sig líklegan til að bæta metið en hann á best 2,40 metra líkt og Kanadamaðurinn Derek Drouin. Þeir verða báðir á meðal keppenda í kvöld sem og rússneski Ólympíumeistarinn Ivan Ukhov.Fyrsta Demantamótið hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Asbel Kiprop frá Kenía.Vísir/GettyValerie Adams.Vísir/GettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov.Vísir/Getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Sjá meira