Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2014 21:15 Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn, því eftir að við sögðum ykkur í vetur frá barnasprengjunni í þessum fámenna hreppi hafa þrjú börn bæst við. Það var eins og allt væri morandi í börnum þegar við heimsóttum Reykhóla í vetur. Við sáum pabba með barnavagn og mömmu með barnavagn, og sveitarstjórinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir gladdist yfir tölunum: „Hérna í Reykhólaþorpinu eru um 25% íbúanna yngri en tíu ára. Við alveg skerum úr af sveitarfélögunum á Vestfjörðum,” sagði sveitarstjórinn.Mæðurnar komu saman með börnin ásamt oddvitanum í bókasafni Reykhólaskóla. Eitt barnanna ellefu vantar á myndina en það er flutt í annað sveitarfélag með foreldrum sínum.Sumir vildu meina að allt hefði farið á fullt með áheiti oddvitans, Andreu Björnsdóttur. „Ég lofaði upp í ermina á mér. Ég sá fram á að ekkert barn myndi fæðast og svona þjarmaði að einum sveitunga mínum og lofaði peysu. Ég náttúrlega verð að standa við það. Svo ákvað ég bara að halda því áfram,” sagði Andrea oddviti. Hún hamaðist við að prjóna, enda voru börnin orðin átta á einu ári, þegar Stöð 2 tók við hana viðtal í vetur. „Og von á fleirum. Þannig að það er gaman að þessu,” sagði Andrea.Andrea prjónaði líka sokka á börnin. Hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs sem oddviti.Já, þau voru fleiri á leiðinni og síðan viðtalið var tekið hafa þrjú bæst við. Þau eru orðin ellefu talsins á rúmu ári, þrefalt fleiri en landsmeðaltalið segir að fæðist árlega í 270 manna sveitarfélagi. Svo skemmtileg þykir þessi saga að mæðurnar ákváðu að hittast með barnaskarann í bókasafni grunnskólans á dögunum til að sýna oddvitanum hvernig peysurnar og sokkarnir færu börnunum þeirra en Andrea prjónaði einnig sokka á börnin. Meðfylgjandi myndir birtust á Reykhólavefnum. Andrea segist ekki vita hvort fleiri séu á leiðinni en segir það koma í hlut næsta oddvita að ákveða hvort einhverri slíkri hvatningu verði haldið áfram því hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs í kosningunum í lok mánaðarins. Fjallað var um fjörið í Reykhólasveit í þættinum „Um land allt" í febrúar. Kosningar 2014 Vestfirðir Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn, því eftir að við sögðum ykkur í vetur frá barnasprengjunni í þessum fámenna hreppi hafa þrjú börn bæst við. Það var eins og allt væri morandi í börnum þegar við heimsóttum Reykhóla í vetur. Við sáum pabba með barnavagn og mömmu með barnavagn, og sveitarstjórinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir gladdist yfir tölunum: „Hérna í Reykhólaþorpinu eru um 25% íbúanna yngri en tíu ára. Við alveg skerum úr af sveitarfélögunum á Vestfjörðum,” sagði sveitarstjórinn.Mæðurnar komu saman með börnin ásamt oddvitanum í bókasafni Reykhólaskóla. Eitt barnanna ellefu vantar á myndina en það er flutt í annað sveitarfélag með foreldrum sínum.Sumir vildu meina að allt hefði farið á fullt með áheiti oddvitans, Andreu Björnsdóttur. „Ég lofaði upp í ermina á mér. Ég sá fram á að ekkert barn myndi fæðast og svona þjarmaði að einum sveitunga mínum og lofaði peysu. Ég náttúrlega verð að standa við það. Svo ákvað ég bara að halda því áfram,” sagði Andrea oddviti. Hún hamaðist við að prjóna, enda voru börnin orðin átta á einu ári, þegar Stöð 2 tók við hana viðtal í vetur. „Og von á fleirum. Þannig að það er gaman að þessu,” sagði Andrea.Andrea prjónaði líka sokka á börnin. Hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs sem oddviti.Já, þau voru fleiri á leiðinni og síðan viðtalið var tekið hafa þrjú bæst við. Þau eru orðin ellefu talsins á rúmu ári, þrefalt fleiri en landsmeðaltalið segir að fæðist árlega í 270 manna sveitarfélagi. Svo skemmtileg þykir þessi saga að mæðurnar ákváðu að hittast með barnaskarann í bókasafni grunnskólans á dögunum til að sýna oddvitanum hvernig peysurnar og sokkarnir færu börnunum þeirra en Andrea prjónaði einnig sokka á börnin. Meðfylgjandi myndir birtust á Reykhólavefnum. Andrea segist ekki vita hvort fleiri séu á leiðinni en segir það koma í hlut næsta oddvita að ákveða hvort einhverri slíkri hvatningu verði haldið áfram því hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs í kosningunum í lok mánaðarins. Fjallað var um fjörið í Reykhólasveit í þættinum „Um land allt" í febrúar.
Kosningar 2014 Vestfirðir Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00