Hringt til útlanda: Hvað finnst evrópskum almenningi um Pollana? 8. maí 2014 12:04 Pollarnir ætla að rústa þessu á laugardag. Ein elsta tuggan í kringum Eurovision-keppnina er sú að aðrar Evrópuþjóðir en Íslendingar hafi ekki áhuga á keppninni. Að við séum þau einu sem taki hana alvarlega og aðrir láti sér fátt um hana finnast. Þeir Atli Fannar og Haukur Viðar, sem leysa þá Frosta og Mána í Harmageddon af þar til í næstu viku, ákváðu að slá á þráðinn til Evrópu og kanna hvort ekki sé einhver smá stemning fyrir keppninni. Barþjónninn á Lundúnakránni Lamb and Flag var ekki búinn að sjá fyrra undankvöldið, þar sem hið alíslenska Pollapönk komst áfram í sjálfa aðalkeppnina, en hafði tekið hana upp og ætlaði að horfa þegar hann ætti lausa stund. En hvað hafði starfsmaður þjónustuvers Ikea í Svíþjóð um Pollana að segja? Sá stúlkan hnökralausan flutning Íslendinganna á þriðjudagskvöldið? Tekur hún undir með aðdáun Evrópu á kynþokka gula polla? Var hún hrifin af danssporum þingmannsins Óttars Proppé? Hljóðbrotið má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan. Eurovision Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Samstarfið ber ávöxt Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Harmageddon Slash aftur í Guns N' Roses? Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Ein grófasta kvikmyndastikla sögunnar sett á vefinn Harmageddon "Píkan mín er svo ljót" Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon Maðurinn sem framleiðir sitt eigið áfengi innvortis Harmageddon
Ein elsta tuggan í kringum Eurovision-keppnina er sú að aðrar Evrópuþjóðir en Íslendingar hafi ekki áhuga á keppninni. Að við séum þau einu sem taki hana alvarlega og aðrir láti sér fátt um hana finnast. Þeir Atli Fannar og Haukur Viðar, sem leysa þá Frosta og Mána í Harmageddon af þar til í næstu viku, ákváðu að slá á þráðinn til Evrópu og kanna hvort ekki sé einhver smá stemning fyrir keppninni. Barþjónninn á Lundúnakránni Lamb and Flag var ekki búinn að sjá fyrra undankvöldið, þar sem hið alíslenska Pollapönk komst áfram í sjálfa aðalkeppnina, en hafði tekið hana upp og ætlaði að horfa þegar hann ætti lausa stund. En hvað hafði starfsmaður þjónustuvers Ikea í Svíþjóð um Pollana að segja? Sá stúlkan hnökralausan flutning Íslendinganna á þriðjudagskvöldið? Tekur hún undir með aðdáun Evrópu á kynþokka gula polla? Var hún hrifin af danssporum þingmannsins Óttars Proppé? Hljóðbrotið má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan.
Eurovision Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Samstarfið ber ávöxt Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Harmageddon Slash aftur í Guns N' Roses? Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Ein grófasta kvikmyndastikla sögunnar sett á vefinn Harmageddon "Píkan mín er svo ljót" Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon Maðurinn sem framleiðir sitt eigið áfengi innvortis Harmageddon