Red Bull ökumaðurinn Daniel Ricciardo í formúlu eitt segir að ökumenn verði að virða liðsskipanir. Vegna þess að liðið veit best hvernig hlutirnir munu spilast í keppnum.
Ástralinn tjáði sig um málið eftir að liðsfélagi hans, Sebastian Vettel, hunsaði liðsskipun um að hleypa Ricciardo fram úr í kínverska kappakstrinum.
Svar Vettel var „óheppinn“ þegar verkfræðingur hans útskýrði að Ricciardo væri fljótari en á sömu dekkjum og þyrfti að fá að komast fram úr.
„Það er skylda okkar að hlýða þeim, nema að þær séu algjörlega fráleiddar og þá reynum við augljóslega að berjast og færa rök fyrir okkar máli,“ sagði Ricciardo.
„Liðið er að reikna allt út á þjónustusvæðinu á meðan keppnin er og þú verður að virða það sem liðið segir. Það er ekki gaman ef þér er sagt að víkja. Það er ekki gaman að vera hægari aðilinn, það er pirrandi,“ sagði Ricciardo.
„Ég vil keppa við Seb í sínu besta formi og hann vill keppa við mig í mínu besta formi. Þegar upp er staðið held ég að við virðum báðir það að annar stóð sig hugsanlega betur,“ sagði Ástralinn að lokum.
