Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 6. maí 2014 10:31 Flott veiði úr Hraunsfirði í fyrra Mynd: KL Hraunsfjörður hefur verið feykilega vinsælt veiðisvæði enda er aðkoman góð, vatnið gjöfult og fiskurinn sérstaklega skemmtilegur en jafnframt erfiður viðureignar. Við höfum frétt af mönnum sem hafa á ferðinni við vatnið og séð mikið líf, sérstaklega í hraunjaðrinum en það er jafnframt mjög góður vorveiðistaður. Það er engin nýlunda að sjá bleikjuna fara þarna um í litlum torfum á þessum árstíma en það getur verið erfitt að fá hana til að taka. Þeir sem sýna smá þolinmæði og eru duglegir við að prófa ýmsar veiðiaðferðir gera yfirleitt góða veiði en lykilatriði til árangurs á vorin er að veiða frekar djúpt og nota til þess sökkenda eða sökklínu. Það eru ýmsar flugur sem gefa vel en Alma Rún, Peacock, Krókurinn og sambærilegar litlar flugur hafa yfirleitt gefið vel. Besti tíminn í vatninu er yfirleitt á vorin og miðsumars en það er samt ekki algilt. Það er í raun hægt að gera góða veiði allt tímabilið, þarf bara smá þolinmæði, reynslu og það sakar ekki ef smá heppni er með í för. Stangveiði Mest lesið Laxveiði í október Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Skæðustu flugurnar í laxveiðiánum 2014 Veiði Vesturröst efnir til hnýtingarkeppni Veiði Af örlöxum Veiði Hítará uppseld! Veiði Laxinn í forrétt Veiði Með um 40 bleikjur á morgunvakt í Þingvallavatni Veiði Fróðlegur fyrirlestur um áfrif stíflumannvirkja á göngusvæði laxa Veiði Bjarni Júlíusson fyrrum formaður SVFR með laxveiðispá fyrir sumarið Veiði
Hraunsfjörður hefur verið feykilega vinsælt veiðisvæði enda er aðkoman góð, vatnið gjöfult og fiskurinn sérstaklega skemmtilegur en jafnframt erfiður viðureignar. Við höfum frétt af mönnum sem hafa á ferðinni við vatnið og séð mikið líf, sérstaklega í hraunjaðrinum en það er jafnframt mjög góður vorveiðistaður. Það er engin nýlunda að sjá bleikjuna fara þarna um í litlum torfum á þessum árstíma en það getur verið erfitt að fá hana til að taka. Þeir sem sýna smá þolinmæði og eru duglegir við að prófa ýmsar veiðiaðferðir gera yfirleitt góða veiði en lykilatriði til árangurs á vorin er að veiða frekar djúpt og nota til þess sökkenda eða sökklínu. Það eru ýmsar flugur sem gefa vel en Alma Rún, Peacock, Krókurinn og sambærilegar litlar flugur hafa yfirleitt gefið vel. Besti tíminn í vatninu er yfirleitt á vorin og miðsumars en það er samt ekki algilt. Það er í raun hægt að gera góða veiði allt tímabilið, þarf bara smá þolinmæði, reynslu og það sakar ekki ef smá heppni er með í för.
Stangveiði Mest lesið Laxveiði í október Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Skæðustu flugurnar í laxveiðiánum 2014 Veiði Vesturröst efnir til hnýtingarkeppni Veiði Af örlöxum Veiði Hítará uppseld! Veiði Laxinn í forrétt Veiði Með um 40 bleikjur á morgunvakt í Þingvallavatni Veiði Fróðlegur fyrirlestur um áfrif stíflumannvirkja á göngusvæði laxa Veiði Bjarni Júlíusson fyrrum formaður SVFR með laxveiðispá fyrir sumarið Veiði