Volkswagen íhugar retro-bílalínu Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2014 09:45 Volkswagen Bulli. Einskonar hliðarmerki stóru bílaframleiðendanna er að verða að tísku nú um mundir, sérstaklega þýsku bílaframleiðendanna. BMW hefur framleitt i-fjölskyldu rafmagnsbíla sinna, Audi virðist ætla að búa til fjölskyldu TT-bíla sinna og Mercedes Benz virðist ætla að halda merki hins áður aflagða Maybach merkis á lofti á efsta og dýrast þrepi S-línu bíla sinna. Og núna virðist Volkswagen ætla að búa til litla fjölskyldu retro-bíla sem fylgja í fótspor endurvakningar Bjöllunnar frægu. Næsta skref Volkswagen þar virðist líklega fólgið í endurvakningu á Rúgbrauðinu með bíl sem fengi nafnið Bulli Microbus, en bílablaðið Autobild greinir frá þessu. Auk þess ætlar Volkswagen að kynna nýja gerð Bjöllunnar með sportlegri og lægri þaklínu og þá væntanlega með öflugum vélum. Kemur þetta kannski ekki á óvart ef mið er tekið af vinsældum Bjöllunar. Ást margra á Rúgbrauðinu er þó líkleg til að tryggja góða sölu á farartæki sem líkist þeim goðsagnarkennda bíl. Afturhvarf til fortíðar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent
Einskonar hliðarmerki stóru bílaframleiðendanna er að verða að tísku nú um mundir, sérstaklega þýsku bílaframleiðendanna. BMW hefur framleitt i-fjölskyldu rafmagnsbíla sinna, Audi virðist ætla að búa til fjölskyldu TT-bíla sinna og Mercedes Benz virðist ætla að halda merki hins áður aflagða Maybach merkis á lofti á efsta og dýrast þrepi S-línu bíla sinna. Og núna virðist Volkswagen ætla að búa til litla fjölskyldu retro-bíla sem fylgja í fótspor endurvakningar Bjöllunnar frægu. Næsta skref Volkswagen þar virðist líklega fólgið í endurvakningu á Rúgbrauðinu með bíl sem fengi nafnið Bulli Microbus, en bílablaðið Autobild greinir frá þessu. Auk þess ætlar Volkswagen að kynna nýja gerð Bjöllunnar með sportlegri og lægri þaklínu og þá væntanlega með öflugum vélum. Kemur þetta kannski ekki á óvart ef mið er tekið af vinsældum Bjöllunar. Ást margra á Rúgbrauðinu er þó líkleg til að tryggja góða sölu á farartæki sem líkist þeim goðsagnarkennda bíl. Afturhvarf til fortíðar
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent