Annar þáttur af fimm landshlutaþáttum Stóru málanna er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld í opinni dagskrá.
Lóa Pind Aldísardóttir og félagar fara að þessu sinni um Vestfirðina þar sem drepið var niður fæti í nokkrum sveitarfélögum.
Rætt verður við stjórnmálamenn og aðra landsmenn á öllum aldri og komist að því hver væru stóru málin í viðkomandi sveitarfélagi.
Stóru málin hefjast klukkan 19.20 og verða í opinni dagskrá á Stöð 2.
Vestfirðir sóttir heim í Stóru málunum í kvöld
Stefán Árni Pálsson skrifar
