Gómsætur kalkúnaréttur: Hrefna Sætran töfrar fram gómsætan heimilismat 9. maí 2014 09:33 Eva Laufey og Hrefna Sætran. Instagram Eva Laufey sótti sælkerann og veitingahúsaeigandann Hrefnu Sætran heim í þættinum Höfðingjar heim að sækja. Hrefna hristi fram úr erminni ómótstæðilegan kalkúnarétt ásamt einföldum og girnilegu Oreo triffle í eftirrétt. Höfðingjar heim að sækja er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöldum. Hér fylgir uppskrift að gómsætum kalkúnarétti og fullkomnum hrísgrjónum:Fullkomin basmati hrísgrjón 300 g Basmati hrísgrjón 2 msk. Ólífuolía 1 stk kanilstöng 1 tsk salt 8 stk kardimommur (heilar) 375 ml vatn Aðferð: Setjið hrísgrjónin í skál og hellið köldu vatni yfir þau. Leyfið þeim að vera í vatninu í 20 mínútur. Setjið hrísgrjónin í sigti, skolið þau vel og látið renna af þeim. Setjið olíuna í pott ásamt kryddunum og steikið í 1-2 mínútur við háan hita. Bætið hrísgrjónunum út í og steikið í svona 1 mínútu. Hellið vatninu út í pottinn, setjið lok á og sjóðið grjónin í 12 mínútur. Slökkvið undir pottinum og leyfið grjónunum að standa í 5 mínútur. Takið lokið af grjónunum og leysið þau varlega í sundur með gaffli þegar þið setjið þau í skál. Gómsætur kalkúnaréttur 2 msk. Ólífuolía 650-800 g kalkúnakjöt (úrbeinuð læri, bringa. Má líka vera úrbeinuð kjúklingalæri) 1 stk rauðlaukur 2 stk fennel 10 stk döðlur 2 msk. Kapers 150 ml balsamik edik 150 ml hlynsíróp 300 ml kjúklingasoð 4 msk kasjúhnetur Aðferð: Skerið kalkúnakjötið niður í bita. Skrælið laukinn og skerið hann líka í bita ásamt fennelinu. Hitið olíu á djúpri pönnu og steikið kjötið upp úr henni. Bætið lauknum og fennelinu út í og steikið áfram í smá stund. Takið steinana úr döðlunum og skerið þær gróft niður. Bætið þeim út á pönnuna ásamt kapersinu. Blandið saman edikinu og sírópinu í skál og hellið því yfir. Bætið loks kjúklingasoðinu út í, setjið lok á pönnuna og sjóðið saman í 25-30 mínútur. Gott er að fjarlægja lokið síðustu 10 mínúturnar til að leyfa sósunni að þykkna. Stráið svo kasjúhnetunum yfir í lokin og njótið. Oreo Triffle Triffle er mjög skemmtilegur og þægilegur eftirréttur. Leyfið hugmyndafluginu að ganga lausu þegar kemur að þessum eftirrétt. Í þessu triffle er Oreo kex, sítrónusvampbotn, enskt vanillukrem, Milka súkkulaði, bláber og brómber. Sítrónusvampkaka Enskt vanillukrem 1 -2 pakki Milka Oreo súkkulaði 1 pakki Oreo kex 1 askja bláber 1 askja brómber Sítrónusvampkaka 6 stk egg 95 g sykur 70 g brætt smjör 130 g hveiti ½ tsk lyftiduft 1 stk sítróna Aðferð: Hitið ofninn í 190°C. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið við smjörinu og hrærið vel áfram. Bætið svo hveitinu og lyftiduftinu út í og hrærið vel þar til deigið er komið vel saman. Skolið sítrónuna vel og raspið börkinn fínt út í deigið. Smyrjið form og hellið deiginu í formið. Bakið kökuna í 25 mínútur í miðjum ofninum. Cream Anglis / Enskt vanillukrem 4 stk eggjarauður 80 g sykur 350 ml rjómi 1 stk vanillustöng Aðferð: Setjið rjómann í pott, Skerið vanillustöngina í tvennt eftir endilöngu og skafið fræin innan úr henni og bætið þeim út í rjómann. Hitið að suðu. Pískið eggjarauður og sykur saman í skál. Hellið rjómanum Pískið saman eggjarauðunum og sykrinum í skál. Hellið rjómanum yfir eggjarauðurnar og hitið yfir vatnsbaði þar til sósan er orðin þykk. Best er að nota sleikju í verkið og til að hræra nú örugglega allstaðar í skálinni þá er gott að skrifa stafrófið með sleikjunni. Hérna þarf þolinmæði svo að sósan verði ekki að eggjaköku. Triffle: Myljið eina Oreo kexköku í botninn á hverju glasi, rífið niður sítrónusvampbotn og dreifið yfir, setjið smátt saxað Oreo súkkulaði yfir og fersk ber. Hellið duglega af vanillukremi yfir og endurtakið leikinn einu sinni enn. Skreytið að lokum með berjum. Geymið í kæli í lágmark 2 – 3 klst. Gott er að geyma þetta triffle í kæli yfir nótt. Eftirréttir Eva Laufey Kalkúnn Triffli Uppskriftir Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Eva Laufey sótti sælkerann og veitingahúsaeigandann Hrefnu Sætran heim í þættinum Höfðingjar heim að sækja. Hrefna hristi fram úr erminni ómótstæðilegan kalkúnarétt ásamt einföldum og girnilegu Oreo triffle í eftirrétt. Höfðingjar heim að sækja er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöldum. Hér fylgir uppskrift að gómsætum kalkúnarétti og fullkomnum hrísgrjónum:Fullkomin basmati hrísgrjón 300 g Basmati hrísgrjón 2 msk. Ólífuolía 1 stk kanilstöng 1 tsk salt 8 stk kardimommur (heilar) 375 ml vatn Aðferð: Setjið hrísgrjónin í skál og hellið köldu vatni yfir þau. Leyfið þeim að vera í vatninu í 20 mínútur. Setjið hrísgrjónin í sigti, skolið þau vel og látið renna af þeim. Setjið olíuna í pott ásamt kryddunum og steikið í 1-2 mínútur við háan hita. Bætið hrísgrjónunum út í og steikið í svona 1 mínútu. Hellið vatninu út í pottinn, setjið lok á og sjóðið grjónin í 12 mínútur. Slökkvið undir pottinum og leyfið grjónunum að standa í 5 mínútur. Takið lokið af grjónunum og leysið þau varlega í sundur með gaffli þegar þið setjið þau í skál. Gómsætur kalkúnaréttur 2 msk. Ólífuolía 650-800 g kalkúnakjöt (úrbeinuð læri, bringa. Má líka vera úrbeinuð kjúklingalæri) 1 stk rauðlaukur 2 stk fennel 10 stk döðlur 2 msk. Kapers 150 ml balsamik edik 150 ml hlynsíróp 300 ml kjúklingasoð 4 msk kasjúhnetur Aðferð: Skerið kalkúnakjötið niður í bita. Skrælið laukinn og skerið hann líka í bita ásamt fennelinu. Hitið olíu á djúpri pönnu og steikið kjötið upp úr henni. Bætið lauknum og fennelinu út í og steikið áfram í smá stund. Takið steinana úr döðlunum og skerið þær gróft niður. Bætið þeim út á pönnuna ásamt kapersinu. Blandið saman edikinu og sírópinu í skál og hellið því yfir. Bætið loks kjúklingasoðinu út í, setjið lok á pönnuna og sjóðið saman í 25-30 mínútur. Gott er að fjarlægja lokið síðustu 10 mínúturnar til að leyfa sósunni að þykkna. Stráið svo kasjúhnetunum yfir í lokin og njótið. Oreo Triffle Triffle er mjög skemmtilegur og þægilegur eftirréttur. Leyfið hugmyndafluginu að ganga lausu þegar kemur að þessum eftirrétt. Í þessu triffle er Oreo kex, sítrónusvampbotn, enskt vanillukrem, Milka súkkulaði, bláber og brómber. Sítrónusvampkaka Enskt vanillukrem 1 -2 pakki Milka Oreo súkkulaði 1 pakki Oreo kex 1 askja bláber 1 askja brómber Sítrónusvampkaka 6 stk egg 95 g sykur 70 g brætt smjör 130 g hveiti ½ tsk lyftiduft 1 stk sítróna Aðferð: Hitið ofninn í 190°C. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið við smjörinu og hrærið vel áfram. Bætið svo hveitinu og lyftiduftinu út í og hrærið vel þar til deigið er komið vel saman. Skolið sítrónuna vel og raspið börkinn fínt út í deigið. Smyrjið form og hellið deiginu í formið. Bakið kökuna í 25 mínútur í miðjum ofninum. Cream Anglis / Enskt vanillukrem 4 stk eggjarauður 80 g sykur 350 ml rjómi 1 stk vanillustöng Aðferð: Setjið rjómann í pott, Skerið vanillustöngina í tvennt eftir endilöngu og skafið fræin innan úr henni og bætið þeim út í rjómann. Hitið að suðu. Pískið eggjarauður og sykur saman í skál. Hellið rjómanum Pískið saman eggjarauðunum og sykrinum í skál. Hellið rjómanum yfir eggjarauðurnar og hitið yfir vatnsbaði þar til sósan er orðin þykk. Best er að nota sleikju í verkið og til að hræra nú örugglega allstaðar í skálinni þá er gott að skrifa stafrófið með sleikjunni. Hérna þarf þolinmæði svo að sósan verði ekki að eggjaköku. Triffle: Myljið eina Oreo kexköku í botninn á hverju glasi, rífið niður sítrónusvampbotn og dreifið yfir, setjið smátt saxað Oreo súkkulaði yfir og fersk ber. Hellið duglega af vanillukremi yfir og endurtakið leikinn einu sinni enn. Skreytið að lokum með berjum. Geymið í kæli í lágmark 2 – 3 klst. Gott er að geyma þetta triffle í kæli yfir nótt.
Eftirréttir Eva Laufey Kalkúnn Triffli Uppskriftir Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira