Sturla Ásgeirsson skoraði tíu mörk þegar ÍR vann Stjörnuna í fyrsta leik liðanna um sæti í efstu deild karla í handbolta á næsta tímabili.
ÍR-ingar voru átta mörkum yfir í hálfleik, 20-12, en Stjörnumenn komu sterkir til leiks í seinni hálfleik. Það dugði þó ekki til og Breiðhyltingar fögnuðu að lokum tveggja marka sigri, 30-28.
ÍR er nú 1-0 yfir í einvígi liðanna, en næsti leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn kemur í Garðabæ.
ÍR tók forystuna
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
